Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 22, 2006
 
Inga frænka gerði athugasemd við að ég blótaði seinast, ég ætla að reyna að hemja mig í dag.
Júróvisjón var nú stórfurðulegt. Þetta er reyndar mitt fyrsta júróvisjón svo það er kannski ekki nema von að ég hafi nú ekki getað giskað á að Finnarnir myndu vinna en mér fannst þeir samt mjög skemmtilegir.

Haukur frændi fór heim í dag og hefur verið voðalega gaman að hafa hann. Hann hjálpaði Emelíu mömmu soldið þegar Auja mamma var í Frakklandi og munaði heldur betur um það. Hann var heldur óheppinn með veðrir og biðjumst við velvirðingar á því að hafa sagt honum að það myndi verða glampandi sól og hiti.
Haukur á afmæli í dag og er orðinn 26 ára. Ég gaf honum því tvo DVD diska með furðuverkum dýranna og svo bauð ég honum á steikhús í gær.
Sjáumst vonandi sem fyrst aftur!

Og tveimur tímum eftir að ég var búin að fylgja Hauki í flugrútuna þá náði ég í Kötu móðursystur og Ara kærastann hennar í aðra flugrútu og ætla þau að vera hjá mér þangað til á fimmtudaginn.
Langamma í Sandvík hafði nýtt sér ferðina til Svíþjóðar og sendi mér ofsalega fínan postulínsskó sem hún hafði málað blóm á og áletrað með nafninu mínu og fæðingardegi. Svo sendi hún mér líka útsaumaða klúta sem eru sérlega mjúkir og því gott að kúra með hausinn á. Takk æðislega langamma!

Búin að setja inn nokkrar myndir hérna