Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júlí 05, 2006
 
Þá er Íslandsferðin okkar að bresta á. Ég ætla bara að setja grófa áætlun ferðarinnar hérna svo að þið vitið ca. hvar við verðum með bækistöðvar hverju sinni.

6. júlí (fim): Komum til Íslands. Álfhólsvegurinn. (Matur hjá Magga og Heiðrúnu.)
7. (fös): Álfhólsvegurinn. (Matur í Perlunni í boði Dr. Önnu Kristínar.)
8.-10. (lau-mán): Sumó með Önnu Kristínu og Þorvarði.
11.-20 (þri-fim): Álfhólsvegurinn. (Stórafmæli þar lau 15. júlí!!).
21.-23. (fös-sun): Sumó með Magga og Heiðrúnu.
24. (mán): Álfhólsvegurinn.
25.-28. (þri-fös): Fyrir austan. (Líklega 25. hjá ömmu í Hveró og 26.-28. hjá Sollu frænku).
29.-30. (lau-mán): Álfhólsvegurinn.
31. (mán): Förum frá Íslandi.


Við viljum minna á að íslenska gsm númerið okkar er 663 86 32.


Eins og áður hefur komið fram þá er einhver að verða þrítugur og ætlar sér að halda upp á það laugardaginn 15. júlí á Álfhólsvegi 10 A, sem eru heimkynni mömmu og pabba. Ég hef ekki staðið í því að hringja í alla sem ég vil bjóða heldur hef ég sagt fólki frá þessu þegar ég hef heyrt í því og beðið það um að láta fréttirnar berast. Þú þarft því engan vegin að vera móðguð/móðgaður ef þú hefur ekki fengið gullslegið boðskort.

Dagskrá 15. júlí er eftirfarandi:
kl. 15: Gestunum, sem að sjálfsögðu hafa beðið spenntir margar klukkustundir í röð fyrir utan húsið, er hleypt inn.
kl. 20: Partýgestirnir fara að streyma inn.

Áætlað er að afmælið standi fram á nótt og má fólk koma hvenær sem er og fara hvenær sem er. Boðið er upp á glæsilegar veitingar, bæði vott og þurrt.
Ef að ÞÚ telur að ÞÚ sért velkominn þá endilega mættu!!!

Vegna væntanlegra rifrilda þá verður litla prinsessan okkar til sýnis í glerbúri (bannað að snerta!) á miðju stofugólfinu. Hún verður vakandi einhvern tímann milli 15 og 20 en eftir það verða gestirnir að dást að henni sofandi. Aðgangur ókeypis!

Bless í bili.


 
Ég er orðin alveg feykilega dugleg. Mamma skildi mig eftir á teppinu mínu í morgun og skrapp á klósettið. Þegar hún kom til baka var ég á maganum. Mamma var að sjálfsögðu ægilega stolt af mér, henni finnst ég alltaf svo dugleg, sama hvað ég geri.
Þessa dagana fékk ég t.d. þá flugu í höfuðið að ég gæti orðið óperusöngkona þegar ég verð stór og auðvitað verður maður þá að fara að æfa sig, ég veit nefnilega að samkeppnin í heiminum er hörð. Ég tek háu tónana á skiptiborðinu og á teppinu mínu og nánast hvar sem er. Mömmum mínum finnst ég dugleg að kanna raddsviðið og raddstyrkinn en eru líka soldið þreyttar í eyrunum.
Annars lítur út fyrir að það sé mikið drasl í íbúðinni okkar en við erum sko að pakka svo allt er á leiðinni í töskur.
Við Emelía mamma fórum á mánudaginn og keyptum fyrstu vog heimilisins, ekki svo sem til að vega okkur heldur til að vega ferðatöskurnar því við ætlum sko að fara oft til Íslands og viljum geta tekið eins mikið með okkur og við getum án þess að vera með yfirvikt.

Þá sjáumst við bara á Íslandi. Bless í bili.

Kíkið á seinustu myndirnar af mér fyrir Íslandsferðina.


sunnudagur, júlí 02, 2006
 
Í dag fór ég í eins árs afmæli hjá Eiríki. Ég fékk ekki að smakka kökurnar en mömmur mínar sögðu að allt hefði verið rosalega gott.
Fullt af fólki hélt á mér og var ég ekkert hrædd. Þetta var góð æfing fyrir Íslandsferðina því þar ætla ég að knúsa alla sem ég þekki.

Kíkið á myndir úr afmælinu.


laugardagur, júlí 01, 2006
 
Núna er góða veðrið aftur komið til okkar; bara sól og hiti þessa vikuna. Við Emelía mamma erum því búnar að vera mikið úti og erum heldur betur búnar að kynnast öllu hverfinu.
Í dag fórum við allar þrjár í rosalega skógarferð. Við gengum meðfram Etsviken sem er vatn rétt hjá okkur. Auja mamma bar mig alla leiðina því Emelía mamma þurfti að nota alla sína krafta í að drösla vagninum mínum efir stórgrýttum og stórrættum stígnum.
Langafi á Grænó átti annars afmæli í dag og varð 74 ára. Auðvitað hringdum við í hann og óskuðum honum til hamingju.

Fyrsta Íslandsferðin mín nálgast óðfluga og er ég orðin mjög spennt.
Sjáumst bráðlega!

Kíkið á nýjustu myndirnar.