Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, ágúst 30, 2006
 
Í gær fór ég í ofnæmistest. Mamma þurfti að fylla út margra blaðsíðna spurningablöð og svo talaði læknirinn við okkur. Hann var soldið svona læknalegur og fimmtugur karlmaður í þokkabót, sem sagt með soldinn hroka og skæting. En hann sendi mig í test sem tók bara 12 mínútur. Það var negtívt control, pósitívt control, mjólk, fiskur og egg. Og viti menn, ég er með ofnæmi fyrir...... daddara.... mjólk. Þessar fréttir koma eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir okkur, not.
En ég fékk þá eitthvert sterakrem, eitthvert rakakrem og svo mjólkurduft fyrir ofnæmisgemsa.
Ég á að koma aftur í test eftir nokkra mánuði en þangað til má ég ekki fá neinar mjólkurvörur. Ofnæmi sem þetta getur gengið til baka ef maður neytir ekki vörunnar sem maður er með ofnæmi fyrir. Ef maður óhlýðnast lækninum hins vegar þá getur verið að maður verði með ofnæmi það sem eftir lífsins. Vanalega er mjólkurofnæmi horfið þegar maður er eins og hálfs árs.
Það sem meira er, Emelía mamma má ekki heldur borða mjólkurvörur meðan hún er með mig á brjósti, það held ég að verði smá erfitt fyrir hana. Við höfum hins vegar þegar fundið ýmsar vörur sem eru án mjólkurvara, t.d. smjör, jógúrt og mjólk.

Tvær nýjar myndir komnar.


sunnudagur, ágúst 27, 2006
 
Langamma í Sandvík á ammæli í dag og er 85 ára. Hún er ábyggilega stödd í afmælisveislunni sinni í þessum skrifuðum orðum sem haldin er í golfskálanum á Selfossi. Því miður komumst við ekki en við óskum þér ofsalega mikið til hamingju með daginn, elsku langamma!

Í dag gat ég ýtt mér alveg 2 metra afturá bak, var allt í einu komin útaf teppinu mínu og langt út á gólf, ekkert mál. Og svo gat ég haldið mér kannski alveg 20 sekúndur á hnjánum (Auja mamma hjálpaði mér smá). Mömmur mínar eru stundum að prófa mig en ég er ekki alveg nógu sterk enn. Ég get þó setið núna ef ég hef púða í kringum mig. Kíkiði bara á myndirnar ef þið trúið mér ekki.

Hérna eru nokkrar nýjar myndir.


föstudagur, ágúst 25, 2006
 
Nói frændi minn kom í heimsókn til mín eldsnemma á miðvikudaginn. Við gerðum ekkert sérstakt þann dag því það var af og til hálfgert Nóaflóð hérna með tilheyrandi þrumum og eldingum, alls ekki skemmtilegt að lenda í því.
Í gær fórum við hins vegar í bæinn. Löbbuðum um og kjöftuðum og fórum upp í útsýnispallinn sem flestir gestir eru dregnir í. Þá sér maður nefnilega svo vel yfir Stokkhólm. Svo fórum við út að borða.
Nói gaf mér obboslega flott teppi til að liggja á og leika sér, svona babygym, ekkert smá skemmtilegt!
Nói fór svo aftur til Noregs í morgun en hann ætlar að koma einhvern tímann aftur í heimsókn til okkar. Ég hlakka til því mér fannst hann ýkt skemmtilegur. Sjáumst.

Ég fór í mælingu í gær, er orðin 69 cm og 8350 g. Ég hef því lengst um 2,5 cm og þyngst um 300 g á 3 vikum. Ég er alveg á lengdarkúrfunni minni en er enn undir þyngdarkúrfunni. Ég verð því að fara að borða meiri fitu.

Hérna eru 2 myndir af mér.


þriðjudagur, ágúst 22, 2006
 
Díses, tölvur! Við höfum ekki getað installað Windows Service pack 2 hjá okkur, hvorki áður eða eftir að ég straujaði tölvuna. Ég hringdi í Microsoft en vegna þess að tölvan okkar er með eitthvað OEM númer þá veita þeir ekki ókeypis hjálp og hefði ég þurft að borga tæpar 900 SEK fyrir aðstoð, sem ég gerði að sjálfsögðu ekki. Þá hringdi mín í búðina sem við keyptum tölvuna forðum daga (sept 2002). Einhver náungi úr tölvudeildinni þeirra reyndi eitthvað að hjálpa mér en ekkert gékk. Þá talaði ég við einhvern úr búðinni þeirra og sá benti mér á hið augljósa að fara inn á Microsoft.com og reyna að hlaða SP2 niður. Well, döööö, búin að reyna það milljón sinnum og gékk heldur ekki þó ég inactiveraði vírusvörnina mína.
Nú, við Auður settumst niður í gærkveldið ákveðnar í því að leysa málið. Reyndum hitt og þetta en prófuðum svo að hlaða niður Service pack 1. Það gékk vel. Þá reyndum við að hlaða niður SP2. Okkur til mikillar ánægju bauðst okkur að hlaða niður ýmsu en þó ekki SP2. Eftir það reyndum við aftur að hlaða niður SP2 og þá tókst það loksins. Við þurftum sem sagt fyrst að hlaða niður fyrirrennurum SP2.
Og þá er mér spurn, hvernig í fjandanum vita svona tölvufávitar þetta ekki!!!
Þegar SP2 var loksins komið inn þá gátum við installað einhverju fyrir videomyndavélina okkar sem við höfum ekki getað gert og núna getum við því sett öll videoin okkar í tölvuna og á CD. Niðurstöður jólagetraunarinnar mun því berast ykkur mömmur og pabbar okkar von bráðar.

Á sunnudaginn lét ég loksins verða að því að smíða ramp til að komast upp þessar þrjár tröppur inn í húsið okkar. Það hefur verið soldið þreytandi að reyna að koma vagninum niður þegar Anna Eir hefur verið sofandi og ómögulegt að koma honum upp þegar hann hefur verið hlaðinn vörum. Ég hef því þurft að bera allar vörurnar inn og svo drösla vagninum. Eigendur hússins hafa ekki viljað skaffa ramp en gáfu okkur góðfúslegt (my ass) leyfi til að byggja hann sjálfar. Við keyptum því sög og nagla og smíðuðum þennan líka rosalega flotta ramp og það sem meira er, hann virkar!
Það er kominn gæðastimpill á rampinn því á sunnudagskvöldið hrukkum við Auður við þvílíkan hávaða, héldum að einhver væri að stela rampinum okkar (sem ég býst reyndar við að verði gert, hann er svon flottur) en þá voru tveir brettastrákar að skate-a á honum. Sem sagt, ýkt kúl rampur ;)


föstudagur, ágúst 18, 2006
 
Í gær keyptum við töffarahjól handa Auju mömmu. Það er allt vaðandi í útsölum í Stokkhólmi og slógum við því til. Mömmur mínar eiga sko tvö hjól en allar fjórar gjarðirnar eru beyglaðar og við vitum ekki hvernig það hefur gerst, líklega þegar hjólin hafa verið í hjólagrindunum. Það er bara hægt að hjóla á öðru hjólinu og ætlum við að nota hitt í varahluti. Það borgar sig nefnilega ekki að kaupa gjarðir því þær kosta 500 kr stykkið.
Hjólið sem við keyptum er svo flott (merkið Peak) að búðarkallarnir ætla að setja það saman fyrir okkur. Núna getur mamma verið fljótari heim úr vinnunni til mín.

Kíkið á myndir af mér.


þriðjudagur, ágúst 15, 2006
 
Ég geymdi bestu myndirnar þar til seinast, myndir af mér á Íslandi :) Núna erum við búnar að setja inn allar myndir úr Íslandsferðinni.
Það var svo gaman að koma til Íslands í sumar og hitta ykkur öll. Við ætlum að fara að kaupa flugmiða til Íslands um jólin, ég hlakka obboslega til. Ég og Emelía mamma ætlum að koma aðeins á unda Auju mömmu því hún á svo fáa frídaga eftir. Svo ætlum við Auja mamma að vera lengur á Íslandi en Emelía mamma því Auja mamma mun vera heima með mig á næsta ári en Emelía mamma þarf að fara að vinna. Ég verð því rosalega lengi á Íslandi um jólin. Jibbbbbí!


mánudagur, ágúst 14, 2006
 
Í gær áttum við Auður eins árs brúðkaupsafmæli. Fyrsta árið hefur verið afar ánægjulegt og býst ég við að þau næstu verði það líka. Við erum vanar að halda upp á 13. ágúst en í gær gerðum við ekkert. Litla fjölskyldan var þó saman allan daginn en það er fyrir öllu.


 
Á laugardaginn fórum við í grill með Íslendingafélaginu í Stokkhólmi. Það mættu kannski bara 20 manns en það var alveg ágætt. Við löbbuðum á staðinn, tókum þátt í boule, grilluðum og fórum enda var ég orðin syfjuð.

Í gær fór ég í annað skiptið á koppinn minn og þá pissaði ég sko og kúkaði í hann. Og í morguna pissaði ég líka í koppinn. Þetta er sko ekkert mál.

Kíkið á myndir úr grillinu.


laugardagur, ágúst 12, 2006
 
Mömmur mínar prófuðu að setja á mig mjólkurduft áðan og þar sem ég varð rauð og fékk litlar hvítar bólur þá settur þær venjulega kúamjólk og sama sagan þar. Ég er sem sagt með ofnæmi fyrir kúamjólk! Gott að vita hvað það er.

Í gær drógu mömmur mínar í jólagetrauninni, þ.e. hvar við ætlum að vera á aðfangadag og gamlársdag; hjá ömmu og afa í Kópavogi, ömmu og afa í Kjalarlandi eða ömmu og afa á Brekkulæk. Mömmur mínar tókum dráttinn upp á videó og munum senda ykkur á diski í póstinum. Því miður verður ein amma og einn afi út undan í ár en þá ætlum við að vera hjá þeim á aðfangadag á næsta ári.
Við höldum sem sagt að við séum svo skemmtilegar og vinsælar að við getum bara dregið um svona hluti, vonum að það sé rétt.

Já, og svo klipptu mömmur mínar fullt af hárinu mínu í dag, ég er nefnilega orðin soldið þunnhærð og því frekar gamlakarlsleg í útliti. Ég skánaði samt heilmikið eftir klippinguna.

Nýjar myndir af mér.


fimmtudagur, ágúst 10, 2006
 
Nói frændi hringdi í okkur í gær og sagði okkur að hann ætlar að koma eftir 2 vikur. Hann er nefnilega að flytja til Noregs og ætlar að túra aðeins um nágrannalöndin fyrst um sinn því hann er í tveggja mánaða fríi. Hlakka til að hitta þig, Nói!

Kíkið endilega á nýjustu myndirnar af mér og restina af Íslandsmyndunum.


miðvikudagur, ágúst 09, 2006
 
jahá, ég er með ofnæmi fyrir barnagraut, bæði frá Nestlé og Semper. Mömmur mínar ætla því líklega ekkert að vera að prófa fleiri tegundir. Ég verð ofsalega rauð á húðinni eftir grautana og fæ litlar hvítar bólur. Þetta hverfur svo allt saman á nokkrum klukkutímum. Í kvöld fékk ég því í staðinn það sama og mömmur mínar voru að borða; kjúkling og franskar kartöflur og hef ég aldrei borðað með eins miklum áhuga.

Ég var ekki búin að segja ykkur frá því að ég var nær dauða en lífi á laugardaginn var. Við höfðum verið í bænum, keyptum okkur ógó flottan prentara og horfðum smá á Gay pride gönguna. Svo ætluðum við að taka lestina heim. Auja mamma borgaði fyrir tvo og sagði að við ætluðum allar að fara í gegnum hliðið fyrir vagnana. Auja mamma fór fyrst með vagninn og svo kom Emelía mamma með mig í fanginu því ég var sofandi. En allt í einu fann ég mikinn sársauka og öskraði hástöfum í margar mínútur. Ég vissi þá ekki hvað hefði komið fyrir en frétti frá mömmum mínum að sjálfkrafa hliðið hefði skollið á hausinn á mér. Mömmur mínar fylgdust vel með mér allt kvöldið til að vera vissar um að ég hefði ekki fengið heilahristing, en ég spjaraði mig.
Emelía mamma sendi síðan lestarfélaginu heldur betur reiðibréf í gær.

Þið getið kíkt á myndir af fötunum sem mér voru gefin þegar við vorum á Íslandi. Ég þakka enn og aftur fyrir gjafirnar!
Svo getið þið séð myndir úr Íslandsferðinni.


föstudagur, ágúst 04, 2006
 
Amma og afi í Kópavogi söknuðu mín svo mikið að þau keyptu sér strax á þriðjudaginn ferð til mín 28. sept til 1. okt. Hlakka ofsalega til að sjá ykkur!

Ég steingleymdi að segja frá tveimur afar merkilegum hlutum í gær. Á miðvikudaginn varð ég 5 mánaða og á fimmtudaginn fyrir viku gékk ættleiðingin mín í gegn svo núna má Auja mamma ekki yfirgefið mig, jibbbbbbí.

Og fleira. Er búin að standa í ströngu varðandi myndir, þær eru nefnilega soldið margar sem ég ætla að setja á netið en þó er það bara lítið brot af öllum myndunum. Set inn fram að 16. júní en afgangurinn birtist bráðlega. Ég vil nýta tækifærið og benda á að við tókum ekki allar myndirnar, sumar eru frá Ingu frænku, afa á Brekkulæk og afa í Kópavogi. Takk kærlega fyrir myndirnar.


fimmtudagur, ágúst 03, 2006
 
Það er í nógu að snúast hjá okkur. Við höfum nefnilega ekki bloggað síðan að við fórum til Íslands og erum því að velja úr ótal myndir sem við ætlum að setja á myndasíðuna næstu daga.
Í dag fór ég í mælingu og er orðin 66,5 cm og 8050 g. Ég hef því lengst um 1 cm og þyngst um 550 g á 5 vikum. Hjúkrunarkonan sagði mömmu að ég ætti að fara að borða venjulegan mat því ég væri aðeins farin undir þyngdarkúrvuna mína. Ég hafði hins vegar ekki mikla lyst á kvöldmatnum og endaði á að æla þvílíkt í rúmið, á gólfið, mömmur mínar og mig. Kannski er ég bara smá slöpp eftir bólusetninguna í dag eða gjörsamlega eftir mig eftir að hafa þurft að dragnast með Emelíu mömmu í bænum í dag.


 
Bara ad lata vita ad vid erum komnar aftur til Svithjodar. Thad var osköp gott ad koma i litlu ibudina okkar aftur tho hryllingshrollur hafi farid um amk mig a flugvellinum vid ad sja og heyra alla svianna.
I gaer komu Arna og Karvel med strakana sina til Stokkholms. Vid röltum adeins um baeinn og forum svo a pizza hut. Haukur Freyr og Arnar Smari eru ordnir svaka storir og duglegir og thad var rosa gaman ad hitta thau.

Emelia og Anna Eir eru nuna i onaemissprautu part II og munu orugglega berast frettir af haed og thyngd litlu prinsessunnar nuna seinnipartinn. Stay tuned