Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
þriðjudagur, ágúst 15, 2006
Ég geymdi bestu myndirnar þar til seinast, myndir af mér á Íslandi :) Núna erum við búnar að setja inn allar myndir úr Íslandsferðinni. Það var svo gaman að koma til Íslands í sumar og hitta ykkur öll. Við ætlum að fara að kaupa flugmiða til Íslands um jólin, ég hlakka obboslega til. Ég og Emelía mamma ætlum að koma aðeins á unda Auju mömmu því hún á svo fáa frídaga eftir. Svo ætlum við Auja mamma að vera lengur á Íslandi en Emelía mamma því Auja mamma mun vera heima með mig á næsta ári en Emelía mamma þarf að fara að vinna. Ég verð því rosalega lengi á Íslandi um jólin. Jibbbbbí! |