Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
jahá, ég er með ofnæmi fyrir barnagraut, bæði frá Nestlé og Semper. Mömmur mínar ætla því líklega ekkert að vera að prófa fleiri tegundir. Ég verð ofsalega rauð á húðinni eftir grautana og fæ litlar hvítar bólur. Þetta hverfur svo allt saman á nokkrum klukkutímum. Í kvöld fékk ég því í staðinn það sama og mömmur mínar voru að borða; kjúkling og franskar kartöflur og hef ég aldrei borðað með eins miklum áhuga. Ég var ekki búin að segja ykkur frá því að ég var nær dauða en lífi á laugardaginn var. Við höfðum verið í bænum, keyptum okkur ógó flottan prentara og horfðum smá á Gay pride gönguna. Svo ætluðum við að taka lestina heim. Auja mamma borgaði fyrir tvo og sagði að við ætluðum allar að fara í gegnum hliðið fyrir vagnana. Auja mamma fór fyrst með vagninn og svo kom Emelía mamma með mig í fanginu því ég var sofandi. En allt í einu fann ég mikinn sársauka og öskraði hástöfum í margar mínútur. Ég vissi þá ekki hvað hefði komið fyrir en frétti frá mömmum mínum að sjálfkrafa hliðið hefði skollið á hausinn á mér. Mömmur mínar fylgdust vel með mér allt kvöldið til að vera vissar um að ég hefði ekki fengið heilahristing, en ég spjaraði mig. Emelía mamma sendi síðan lestarfélaginu heldur betur reiðibréf í gær. Þið getið kíkt á myndir af fötunum sem mér voru gefin þegar við vorum á Íslandi. Ég þakka enn og aftur fyrir gjafirnar! Svo getið þið séð myndir úr Íslandsferðinni. |