Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, október 27, 2006
 
Tala konur meira en menn? Þetta er spurning í nýjasta Lifandi vísindi, sem ég er áskrifandi að. Því hefur lengi verið haldið fram (og þá sérstaklega af karlmönnum) en loksins hefur verið gerð rannsókn á þessu og sýnir hún að það er í raun menn sem eru sígasprandi.
Konur reyna að halda uppi samræðum með því að spurja spurninga og koma með athugasemdir. Mennirnir hengslast með en þegar þeir byrja þá halda þeir margar einræður.
Samkvæmt rannsókninni tala menn allt að 65% af tímanum í fjölskyldunni.
Meðal karlmanna verða samtölin oft einhvers konar keppni þar sem ein persóna tekur orðið af annarri og á þess saga, sem tekur við, helst að vera skemmtilegri en þess fyrri.
Þegar konur tala saman er það meira eins og samtal þar sem þátttakendurnir koma með athugasemdir og innlegg.
Þar hafið þið það, alveg eins og við höfum reynt að segja í árhundruðir :)

Í gær datt Aujan mín illa á nýja hjólinu okkar. Einhverjir vegavinnuvitleysingar höfðu sett þykka, illsjánlega slöngu yfir göngustíginn og þegar Aujan mín klessti á hana þá flaug hún af hjólinu og rak hausinn harkalega í gangstéttina. Það sést smá á hjólinu og úlpunni, sem ég gaf Auði seinast í jólagjöf, en mest á Aujunni minni. Hún er með fullt af marblettum og skrámum á vinstri hliðinni og illt í öxlunum en sem betur fer var hún með hjálm því annars hefði hún örugglega þurft að fara á sjúkrahúsið.

Anna Eir orðin svo dugleg og stór. Stundum kjaftar hún og kjaftar með fullt af tvíatkvæðisorðum en "mamma" lítur líklega ekki dagsins ljós alveg í bráð.
Anna Eir er hvergi bangin, lætur sig gossa fram af borðbrúninni og ég gríp hana. Hún er stundum smá stund að varpa sér fram af og lokar yfirleitt augunum, rosalega sætt. Það má því segja að hún treysti mömmu sinni í blindni.
Og í göngugrindinni sinni nær hún í ýmislegt sem mig óraði ekki fyrir. Hún hefur náð sér í fjarstýringu á sófaarminum, sparibauk og videospólu á sjónvarpsborðinu og baby monitor á sófaborðinu. Núna kemst hún líka yfir hálfa uppþvottavélarhurðina og getur rifið þar og tætt. Einnig er mjög vinsælt að ýta sér inn í eldhús og rífa niður viskustykkið og handklæðið sem hanga á eldvélinni.
Nýjar myndir af Önnu Eir


mánudagur, október 23, 2006
 
Kominn tími til að blogga, þó fyrr hefði verið.
Ég gleymdi að segja frá því seinast að Sigrún og Snævar (Uppsalabúar) eignuðust stelpu 6. október og heitir hún Sólveig Birta. Við höfum enn ekki séð litlu dúlluna en stefnum á það næstu helgi eða þarnæstu. Við ætluðum þessa helgi en Anna Eir var með kvef og gröft í augunum sem við vildum ekki að nýjasta litla stelpan fengi.
Ég er búin að bæta við link á Sólveigu Birtu undir "Gríslingar" hérna til vinstri.

Anna Eir er rosa dugleg í göngugrindinni sinni, þeytist um gólfin og á frekar auðvelt með að stjórna sér.
Á fimmtudaginn skreið Anna Eir í fyrsta skiptið, dróg sig áfram á höndunum. Hún kemst nú samt voðalega stutt ennþá og verður fljótt frekar pirruð á því :)
Hér sjáiði nýustu myndirnar af Önnu Eir.

Afi á Vorsabæ varð 85 ára núna á föstudaginn. Að sjálfsögðu hringdi ég í afa og óskaði honum til hamingju. Í tilefni af afmælinu fór restin af fjölskyldunni með hann og ömmu í ferð í gær. Farið var í rútu frá Selfossi að Vorsabæ, stöðvar þar á brekkubrún og hlustað á huldufólks- og gráhelludraugssögu. Þaðan var ekið að Kletti, sem er afréttarkofi, og svo að Háafossi og heim.
Þið getið séð myndir úr ferðinni hér.


þriðjudagur, október 17, 2006
 
Auður var heima í dag, var eitthvað slöpp eftir að hafa ælt í nótt. Það er samt alltaf gaman að hafa hana heima en hún hefði nú alveg mátt sleppa því að smita mig.
Ég dröslaðist samt heillangt með lestinni til að kaupa notaða göngugrind handa Önnu Eir og var hún alsæl með hana, gat meira að segja stjórnað sér soldið.

Kíkið á nýjar myndir.


laugardagur, október 14, 2006
 
Það er búið að vera fullt að gera hjá mér seinustu vikur. Eins og mamma sagði þá voru amma og afi í Kópavogi í heimsókn hjá mér 28. sept til 1. okt. Við vorum mikið í búðum og seinasta daginn fórum við í rosalegan göngutúr frá Universitetet (næsta lestarstöð við okkur) og niður í bæ.
Ég fékk fullt af gjöfum með ömmu og afa. Þau gáfu mér hlýja lambhúshettu, Solla frænka gaf mér þrenn pör af ullarsokkum og Anna frænka gaf mér ísbjörn og hálsklút. Takk æðislega allir saman.
Emelía mamma ákvað á föstudeginum að taka aðeins í sundur niðurfallsrörin undir vaskinum í eldhúsinu því rennslið hafði verið alveg hræðilegt seinustu vikur; litli vaskurinn fylltist þegar maður lét renna í stærri vaskinn! En því miður vildi ekki betur til en að rörin voru orðin gömul og lúin og opin ekki lengur kringlótt svo ekki tókst að setja þau aftur á án þess að það læki. Það var greinlegt að öll drullan sem var innan á rörunum var ekki einskisnýt eftir allt saman, hún kom í veg fyrir að allt draslið læki :) Það var því ekki hægt að nota vaskinn fyrr en næsta þriðjudag á eftir þegar pípari fyrir stúdentaíbúðirnar mætti á svæðið. Mamma og amma tengdu uppþvottavélina bara beint við niðurfallsrörið og var því hægt að nota uppþvottavélina allan tímann.
Amma og afi eru búin að kaupa sér miða til mín aftur í desember, hlakka til að sjá ykkur. Fyrst koma samt amma og afi í Kjalarlandi til mín í nóvember, hlakka líka ofsalega til að fá ykkur.

Einar Elí, vinur Auju mömmu, var í heimsókn hjá mér 3. – 5. okt. Ég sá hann frekar lítið en hann bauð mömmum mínum út að borða; ég varð samt að koma með minn eiginn mat :)
Einar gaf mér fræga mörgæs, pingu. Takk Einar!

Ég og Emelía mamma vorum í heimsókn til Valtýs, Hlínar og Bigga í Köben 5. – 9. okt. Málið var að Auja mamma ætlaði að vera í Frakklandi að mæla próteinin sín 6. – 8. okt og vildum við Emelía mamma ekki vera einar heima og var því tilvalið að fara í heimsókn til Valtýs sem ég var að hitta í fyrsta skiptið. Það var auðvitað rosalega gaman í heimsókninni, allir svo góðir við mig og fengum við mamma meira að segja eigið herbergi. Þetta var alveg eins og á hóteli, frábær þjónusta og fríðindi.
Ég var auðvitað yfir mig hrifin af Valtý, hann var svo sniðugur og svo kunni hann svo margt að ég var stundum alveg agndofa og glápti af undrun á hann. Valtýr var líka svo góður við mig, leyfði mér að leika með dótið sitt. Mér fanns Hlín líka vera ofsalega fyndin, hún var alltaf að láta mig brosa og hlæja með því að tala skrýtið mál.
Takk æðislega fyrir okkur, sjáumst bráðum aftur.


fimmtudagur, október 12, 2006

fimmtudagur, október 05, 2006
 
Jaeja, tha eru Hulda og Eirikur farin heim til sin. Anna Eir var ofsalega anaegd med ad fa thau i heimsokn og vid lika. Einar Eli hringdi sidan a manudagskvoldid og spurdi hvort vid vaerum uppteknar a thridjudagseftirmiddag, hann yrdi nefnilega i stokkholmi. Frekar fyndid. Hann kom v/vinnu eitthvad eitthvad og for snemma i morgun. Rosa gaman ad fa svona naestum surprice heimsokn.
Nuna er eg ein i kotinu thvi Anna Eir og Emelia eru farnar til kaupmannahafnar ad heimsaekja Bigga, Hlin og Valty. Sem betur fer er eg ad fara til Frakklands i fyrramalid ad vinna yfir helgina svo eg tharf ekki ad vera ein lengi.

I gaer var kanelsnudadagurinn i svithjod. Her er nefnilega haldid upp a bolludag (ok), kanelsnudadag, vöfludag og ostakökudag. vöfludaginn ber upp a bodunardag Mariu (eda hvad thad nu heitir) og sviarnir reyndu ad rettlaeta amk thann dag med tvi thegar eg for ad finna ad ollum thessum bakarisdogum theirra. Se ekki tenginguna. Eg bordadi ekki kanelsnud i motmaelaskyni thratt fyrir hopthrysting fra vinnufelogunum. Kanelsnudakapitalistarnir graeddu samt a mer thvi eg bordadi kanelsnud i morgun.