Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, október 14, 2006
 
Það er búið að vera fullt að gera hjá mér seinustu vikur. Eins og mamma sagði þá voru amma og afi í Kópavogi í heimsókn hjá mér 28. sept til 1. okt. Við vorum mikið í búðum og seinasta daginn fórum við í rosalegan göngutúr frá Universitetet (næsta lestarstöð við okkur) og niður í bæ.
Ég fékk fullt af gjöfum með ömmu og afa. Þau gáfu mér hlýja lambhúshettu, Solla frænka gaf mér þrenn pör af ullarsokkum og Anna frænka gaf mér ísbjörn og hálsklút. Takk æðislega allir saman.
Emelía mamma ákvað á föstudeginum að taka aðeins í sundur niðurfallsrörin undir vaskinum í eldhúsinu því rennslið hafði verið alveg hræðilegt seinustu vikur; litli vaskurinn fylltist þegar maður lét renna í stærri vaskinn! En því miður vildi ekki betur til en að rörin voru orðin gömul og lúin og opin ekki lengur kringlótt svo ekki tókst að setja þau aftur á án þess að það læki. Það var greinlegt að öll drullan sem var innan á rörunum var ekki einskisnýt eftir allt saman, hún kom í veg fyrir að allt draslið læki :) Það var því ekki hægt að nota vaskinn fyrr en næsta þriðjudag á eftir þegar pípari fyrir stúdentaíbúðirnar mætti á svæðið. Mamma og amma tengdu uppþvottavélina bara beint við niðurfallsrörið og var því hægt að nota uppþvottavélina allan tímann.
Amma og afi eru búin að kaupa sér miða til mín aftur í desember, hlakka til að sjá ykkur. Fyrst koma samt amma og afi í Kjalarlandi til mín í nóvember, hlakka líka ofsalega til að fá ykkur.

Einar Elí, vinur Auju mömmu, var í heimsókn hjá mér 3. – 5. okt. Ég sá hann frekar lítið en hann bauð mömmum mínum út að borða; ég varð samt að koma með minn eiginn mat :)
Einar gaf mér fræga mörgæs, pingu. Takk Einar!

Ég og Emelía mamma vorum í heimsókn til Valtýs, Hlínar og Bigga í Köben 5. – 9. okt. Málið var að Auja mamma ætlaði að vera í Frakklandi að mæla próteinin sín 6. – 8. okt og vildum við Emelía mamma ekki vera einar heima og var því tilvalið að fara í heimsókn til Valtýs sem ég var að hitta í fyrsta skiptið. Það var auðvitað rosalega gaman í heimsókninni, allir svo góðir við mig og fengum við mamma meira að segja eigið herbergi. Þetta var alveg eins og á hóteli, frábær þjónusta og fríðindi.
Ég var auðvitað yfir mig hrifin af Valtý, hann var svo sniðugur og svo kunni hann svo margt að ég var stundum alveg agndofa og glápti af undrun á hann. Valtýr var líka svo góður við mig, leyfði mér að leika með dótið sitt. Mér fanns Hlín líka vera ofsalega fyndin, hún var alltaf að láta mig brosa og hlæja með því að tala skrýtið mál.
Takk æðislega fyrir okkur, sjáumst bráðum aftur.