Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
 
Og ekki virðist daman okkar ætla að láta sjá sig í dag. Hún virðist nærast vel á allri athyglinni sem hún fær vegna væntanlegrar fæðingar en hefur greinilega ekki áttað sig á því að hún muni fá mun meiri athygli þegar hún er komin í heiminn.
Konur í Svíþjóð eru ekki látnar ganga lengur en 2 vikur eftir settan dag svo Gússí kemur út í seinasta lagi 7. mars.

Dagurinn í dag er engu að síður mjög merkilegur því Magga Steina (29) og Biggi (31) eiga samtals 60 ára afmæli og þar sem þau búa nú einu sinni bæði í Danaveldi þá sting ég auðvitað upp á því að þau haldi sameiginlega veislu um helgina. Innilega til hamingju bæði tvö!


þriðjudagur, febrúar 21, 2006
 
Það virðist vera nokkuð ljóst núna að Gússí ætlar sér ekki að koma í dag og búumst við þá við henni á bolludaginn, 27. febrúar.

Á laugardaginn fórum við Auður til Uppsala í eins árs afmæli hjá Arnari Smára. Litla gæjanum þótti greinilega mjög gaman af allri athyglinni frá gestunum og framkvæmdi ýmisleg trikk til að fá klapp: sýndi hvað hann var stór (hendurnar upp í loftið) og labbaði nokkur skref. Hann verður ábyggilega farinn að labba í mars.
Réttirnir og kökurnar sem Arnar Smári gerði voru einstaklega ljúffeng og við boðuðum komu okkar eftir ár :)

Í gær fór ég í smá búðarráp og keypti m.a. afmælisgjöf handa Ingvari hennar Óskar en hann verður þrítugur á morgun. Innilega til hamingju með daginn, Ingvar!

Þið getið séð mynd af bumbunni 39 vikna og 6 daga.