Svíþjóðarferð  | 
|
| 
 
	Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins. 
	
	
 
 
 Ýmislegt 
 Linkar 
  | 
	
	
    	 laugardagur, mars 11, 2006 
   	
	Ég er búin að vera sæmilega stillt síðan að amma og afi komu. Mér hefur samt fundist nauðsynlegt að sýna þeim að læt sko ekki vaða yfir mig. Afa finnst ég samt ekki vera neitt óþekk heldur bara smá óvær enda titlar hann sig fjölmiðlafulltrúi minn. Afi er alveg óður, tekur stöðugt myndir af mér. Þið getið séð nokkrar hérna. föstudagur, mars 10, 2006 
   	
	Amma og afi í kópavogi eru í heimsókn hjá mér núna. Mér finnst þau alveg svakalega skemmtileg og gott að kúra hjá þeim. Hér eru nokkrar myndir sem afi tók af mér. miðvikudagur, mars 08, 2006 
   	
	Í dag þurfti ég að fara með mömmurnar mínar í prufuferð út í sjoppu í vagninum mínum. Þær voru eitthvað smá tens yfir að fara til læknisins á morgun og þurftu að æfa sig. Það eru "bara" -2°C úti núna, í gær voru -11°C og ég var ferlega dúðuð. En þetta gekk allt vel og þær eru ekkert hræddar við að fara með mér í strætó á morgun. Áðan fékk ég sendingu frá Möggu Steinu í danmörku. Hún hafði prjónað á mig fínustu peysu og rosalegt dúlluteppi. Þar að auki sendi hún mér síðerma bol og buxur. Takk, takk magga og haddi, þetta voru ægilega fínar gjafir. En afrek dagsins hjá mér finnst mér samt vera nýji leikurinn sem ég fann upp á. Hann er enn ekki kominn með nafn en hann gengur út á að kúka pínulítið í bleyjuna þannig að mömmurnar mínar vilja setja nýja bleyju. Akkúrat á tímapunktinum milli þess sem þær eru búnar að þrífa mig og áður en þær setja nýja bleyju undir mig þá kúka ég aftur beint á skiptiborðið. Svo þrífa þær mig og þá kúka ég aftur. hehe. í dag gat ég endurtekið þetta fjórum sinnum! þrífa kúka þrífa kúka þrífa kúka þrífa kúka þrífa. Ekkert smá vitlausar mömmur. Vegna athugasemdar frá fv. rauðsokkunni Bryndísi frænku vil ég taka fram að ég var í bleikri samfellu í gærkvöldi og annari bleikri í morgun. Sannanir hér ásamt myndum af gjöfunum frá möggu og sjoppuferðinni í morgun. þriðjudagur, mars 07, 2006 
   	
	Hæ, hæ, allir! Ég heiti Anna Eir og þetta er fyrsta bloggið mitt. Mig langar bara að monta mig örlítið. Ég er nefnilega orðin svo rosalega þæg og góð. Ég svaf alein í mínu rúmi frá 3 í nótt til 11 í morgun fyrir utan drekkutímana mína en þá fékk ég að koma upp í rúm til mamma minna. Auðvitað er ég búin að sofa fullt eftir það og hef ekkert grenjað eða öskrað í allan dag enda engin ástæða til, mömmur mínar sjá svo vel um mig. Þær eru svo ofsalega skotnar í mér og finnst ég vera algjör hetja þegar ég drekk, prumpa, kúka og pissa og sérstaklega þegar ég öskra ekki. Fyrstu dagarnir voru soldið erfiðir. Ég vissi ekki alveg hvað í veröldinni ég átti að gera við þetta brjóst sem mamma var alltaf að reyna að troða upp í mig. Ég öskraði því mikið og lengi, vildi lítið sofa og vildi bara láta halda á mér. En um leið og ég fékk almennilega mikið að borða þá hef ég verið ánægð. Það er búið að ala upp í mér alla meðgöngu og eftir að ég fæddist að ég sé fullkomin og fallegust. Ég get því ekkert að því gert að ég sé lítill egóisti. Hérna eru myndir (af mér auðvitað) frá í gær og í dag. mánudagur, mars 06, 2006 
   	
	Nú er gússi loksins komin til okkar. Hún fæddist 2. mars 2006 klukkan 20:19 og var 3790 g og 52 cm. Hún er ægilega sæt ákveðin lítil dama með sterk lungu. Fæðingin gekk ágætlega og mömmum og barni heilsast vel. Við erum allar rosalega ánægðar með hver aðra þó við séum úrvinda. Meiri fréttir síðar en hér eru myndir af nýja fjölskyldumeðlimnum. Hún mun fá eigin notendanafn á þessari síðu og mun vonandi vera duglegri að skrifa en mæður hennar.  |