Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, mars 17, 2006
 
úff, það gefst nánast enginn tími til að blogga lengur en sem betur fer hefur Anna Eir aðeins meiri tíma en ég ;)
Ætlaði bara að segja að ég bætti við linknum "Bubbi" undir "Linkar" hérna til vinstri. Þarna lýsa Bubbi frændi (bróðir pabba) og Stebba starfseminni á jörðunum Vorsabæ og Brjánsstöðum. Kíkið endilega á þessa síðu, hún er þrælfín og skemmtileg með fullt af flottum myndum.


 

Ég er heldur betur búin að vera á flandri. Í gær fór ég á Astrid Lindgrens sjúkrahúsið og lét taka sónar af hjartanum mínu. Ástæðan fyrir því er að læknarnir hafa tvisvar hlustað mig og heyrt smá blásturshljóð sem þýðir að það sé gat milli hjartahólfanna, sem er víst ekki svo óalgengt. Gatið er hins vegar svo lítið að það hefur engin áhrif á mig og á að gróa af sjálfu sé. Ég á samt að koma í aðra skoðun eftir eitt og hálft ár. Ég var alveg hrikalega stillt og góð hjá lækninum, fylgdist bara með glaðvakandi og öskraði ekkert.

Ég var nú misánægð með að vera í vagninum mínum í strætó. Á leiðinni á sjúkrahúsið grét ég alla leiðina og var engin leið að hugga mig. Á leiðinni til baka svaf ég hluta í vagninum og restina innundir jakkanum hjá mömmu.

Í dag fór ég út í Bergshamra centrum (centrumið okkar sem liggur ca. 5 mín frá heimilinu okkar) þar sem ég var vegin og metin. Ég var sofandi þegar ég var rifin úr fötunum og lét ég mömmu heldur betur heyra að þetta líkaði mér illa. Ég er orðin 54 cm og 4120 g sem þýðir að ég hef stækkað um 2 cm frá því ég fæddist (fyrir 15 dögum) og þyngst um 370 g á 8 dögum.


Annars byrjaði Auja mamma að vinna aftur í gær svo ég hef verið ein heima með Emelíu mömmu og hefur það bara gengið mjög vel hjá okkur. Mamma er soldið hissa á því hversu lítill tími gefst til að gera eitthvað á heimilinu, hún hefur rétt svo tíma til að borða. Ég þarfnast nefnilega mikillar athygli, tek bara stutta lúra og drekk heillengi.

Hérna getiði séð mynd af mér og mynd af fínu fötunum sem ég fékk frá Hrönn, Georg & Eiríki. Hérna getiði séð aðra mynd af mér og svo mynd af maganum á mömmu. Mamma slitnaði ekkert á meðgöngunni (konur í okkar ætt slitna víst ekki segir amma í Kópavogi) en fékk þessa undarlegu rönd eftir endilöngum maganum.



þriðjudagur, mars 14, 2006
 

Amma og afi fóru heim á sunnudaginn. Þau voru voðalega leið að þurfa að fara því þeim finnst ég svo yndisleg. Ég var líka leið og sýndi mínar tilfinningar í smá öskri og gráti. Ég hlakka nú þegar til að fara til Íslands í sumar og hitta þau aftur. Reyndar vona ég að þau komi í heimsókn til mín í millitíðinni enda mun ég breytast svo mikið að það er ekki víst að þau þekki mig í sumar :)

Amma og afi komu með fullt af gjöfum handa mér frá rosalega góðu fólki. Ég fékk föt og önd í baðið frá Byddí, Nonna & Árna Jökli, föt frá Gunnu Steinþórs vinkonu ömmu í Kópavogi, flísföt frá Nonna (bróður ömmu í Kópavogi), Steinu & fjölskyldu og vettlinga og skó frá Ingunni vinkonu ömmu á Brekkulæk. Takk æðislega allir saman!

Amma og afi gáfu mér líka föt og svo fóru þau og keyptu handa mér kerrupoka og skiptitösku svo mömmur mínar geti skipt á mér hvar sem er í heiminum :)

Ég var líka svo heppin að afi skráði mig í Stuðningsmannaklúbb Manchester United Íslandi. Ég er yngsti meðlimurinn og langafi í Vorsabæ er sá elsti. Við langafi munum sko heldur betur hafa eitthvað að tala um þegar við hittumst í sumar. Ég mun vera vel upplýst um mína menn því sem meðlimur þá mun mér berast reglubundið tímarit Stuðningsmannaklúbbsins og treysti ég á að mömmur mínar muni lesa það fyrir mig.

Eitthvað hefur fólk verið að velta fyrir sér háralitnum mínum. Mömmum mínum fannst ég vera brúhærð en eru núna komnar á þá skoðun að ég sé með kastaníubrúnrautt hár, allavega er það voðalega fallegt.

Það er víst fullt fleira fólk sem á afmæli á sama degi og ég: Arne Jakob frændi minn í Noregi (sonur Valda bróður hennar ömmu í Kópavogi), Ülo prófessorinn hennar Emelíu mömmu og einhver kona sem vinnur með Auju mömmu. Allir þessir voru svo heppnir að fá mig í afmælisgjöf :)

Í kvöld komu Hrönn, Georg og Eiríkur í heimsókn til okkar og borðuðu pizzu. Öllum fannst ég svo lítil miðað við Eirík sem er náttúrulega ekkert skrýtið þar sem Eiríkur er 8 mánuðum eldri en ég. Ég er staðráðin í því að borða mikið til að ná honum.

Þið getið séð myndir af öllum stórglæsilegu nýju fötunum mínum hérna.