Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, mars 29, 2006
 
Í seinustu viku fékk ég bólur í framan. Ég lít því út eins og versti unglingur og haga mér stundum líka eins og einn. Þetta á sér víst líka eðlilegra skýringa og kallast hormónabólur. Margir nýfæddir einstaklingar fá svona bólur og þær fara af sjálfu sér á nokkrum dögum eða vikum. Ég verð að drífa mig í að verða betri í húðinni því gestirnir fara að streyma inn.

Í gær fórum við Emelía mamma í bæinn. Ég varð reyndar minnst vör við það því ég svaf allan tímann í vagninum. Ástæða bæjarferðarinnar var framköllun mynda. Ég þarf nefnilega að eiga myndir í myndaalbúminu mínu til að sýna gestum. Einnig þarf ég að senda langömmum mínum og langöfum og ömmum og öfum myndir.

Og enn einu sinni eru komnar nýjar myndir.


sunnudagur, mars 26, 2006
 
Stundum á ég voða bágt og græt smá þegar loft fer í gegnum þarmana. Ég fékk því dropa á fimmtudaginn sem eiga að brjóta niður loftbólur í maganum og í þörmunum og láta mér líða betur. Ég á að taka dropana áður en ég fæ mér að drekka og má taka þá þar til ég er þriggja mánaða en magavesen er víst algengt hjá börnum undir þriggja mánaða. Við höldum að þetta sé nú strax farið að virka.

Á föstudaginn ætlaði Auja mamma að fara í útskriftarveisluna hjá Tobbe vinnufélaga sínum en var orðin svo veik um kvöldið að hún gat ekki farið. Við Emelía mamma vorum smá fegnar því þá vorum við ekki einar heima allt kvöldið :)

Í gær fórum við allar þrjár í Mörby Centrum sem er lítil Kringla stutt frá okkur. Ég fór í fyrsta skiptið út í burðarbeltinu mínu og fannst það alveg bærilegur ferðamáti. Það þarf nú eiginlega ekki að taka það fram en ég var alveg ofboðslega stillt í allan tímann.

Áðan bankaði nágrannakonan okkar (sem býr fyrir ofan okkur) hjá okkur og spurði hvort hún mætti koma í heimsókn til mín með mágkonu sína. Reyndar var það mágkonan sem spurði því nágrannakonan kann ekki sænsku. Konurnar voru ofsalega skotnar í mér. Þeim fannst ég svo fín og sæt og voða lík mömmu.

Kíkið endilega á nýju myndirnar