Svíþjóðarferð  | 
|
| 
 
	Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins. 
	
	
 
 
 Ýmislegt 
 Linkar 
  | 
	
	
    	 laugardagur, apríl 15, 2006 
   	
	Á fimmtudaginn varð ég sex vikna og komu amma og afi á Brekkulæk og langamma í Hveró til að fagna með mér. Þau komu drekkhlaðin rosalega flottum gjöfum frá sér, Bryndísi frænku (systir Önnu ömmu), Steinunni frænku (systir Önnu ömmu) og Inge Sól frænku (dóttir Bryndísar frænku). Í gær fór ég í rosa göngutúr með ömmu og afa meðan mömmur mínar lögðu sig og í dag löbbuðum við öll sömul fullt í bænum í frábæru veðri. Svo höfum við spilað kana alveg fullt. Á miðvikudaginn fæddist einn vinur minn, Haukur Freyr sem býr í Uppsala. Ég hlakka mikið til að hitta hann og kenna honum allt sem ég hef lært á mínum eina og hálfa mánuði utan magans. Kíkið endilega á myndir af gjöfunum mínum og mér með gestunum. miðvikudagur, apríl 12, 2006 
   	
	Í dag fóru amma, afi og langamma heim. Þau eru búin að vera hjá mér í marga, marga daga en þetta var ósköp fljótt að líða. Þau eru sko búin að slást um að halda á mér og keyra mig í vagninum svo mömmur mínar eru endurnærðar að hafa haft þrjár barnapíur. Í gær fórum við í göngutúr í Haga parken því veðrið var svo fallegt. Við röltum síðan í nokkrar búðir og tróðum okkur loks út af góðum mat í boði gestanna. Í morgun fóru allir heima til Íslands og ég hlakka bara strax til að hitta þau næst sem verður líklega í sumar á Íslandi. Ég vona nú samt að þau komi sem oftast í heimsókn til mín. Hér getiði séð flotta tripp trapp stólinn minn, sem amma og afi gáfu mér, og fleiri myndir. sunnudagur, apríl 09, 2006 
   	
	Í gær komu amma og afi í Kjalarlandi og langamma í Sandvík í heimsókn til mín. Ég á greinila alveg fullt, fullt af afskaplega góðu fólki að því þau komu með fullt af gjöfum handa mér. Takk, takk, allir saman! Kíkið endilega á myndir af gjöfunum og mér með gestunum og svo nokkrar myndir úr gönguferðinni okkar í dag.  |