Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, apríl 22, 2006
 
Á fimmtudaginn fórum við Emelía mamma í vinnuna hennar til að sýna mig. Fólkið var ofsalega hrifið af mér og kepptist við að halda á mér og dásama mig. Mér fannst athyglin bara nokkuð skemmtileg þar til allt í einu urðu upplýsingarnar of miklar og brutust út í orgi svo við mamma þurftum að fara heim.

Í dag fórum við allar í nafnaveislu til Måns og í þrítugsafmæli til foreldra hans. Pabbi hans Måns, Pål, vinnur nefnilega með Auði mömmu. Ég var lang stilltust af þeim fjórum börnum sem voru í veislunni og svaf mest allan tímann.

Í dag keyptum við líka kerru handa mér en hana ætla ég að fara með til Íslands í sumar.

Kíkið endilega á myndir af viðburðum seinustu daga.


þriðjudagur, apríl 18, 2006
 
Ég var í mælingu í dag og er orðin 5510 g og 60 cm. Ég hef því stækkað um 3 cm og þyngst um 705 g á tveimur vikum og fjórum dögum.
Í nótt og í dag hef ég verið soldið óþekk að sofa. Ég get alveg sofnað en þegar ég er lögð inn í rúm þá vakna ég eftir nokkrar mínútur og ég veit ekki af hverju. Eitt veit ég þó að þetta er ekki óþekkt!

Nokkrar nýjar myndir hérna.


sunnudagur, apríl 16, 2006
 
Amma, afi og langamma fóru heim í dag. Það er búið að vera rosalega gaman að hafa þau og ég hlakka mikið til að fara með þeim í bústaðinn þeirra í sumar. Þau komu með hrygg sem mömmum mínum þóttu æðislega góður, íslensk lambakjöt er víst best í heimi og get ég tekið undir það því ég fékk það beint út í mjólkina. Hrygginn borðuðum við á föstudaginn langa en páskasteikin okkar í dag var pizza!

Síðustu tvær nætur hef ég sofið í rúminu mínu, ég er svo rosalega dugleg og stór. Stundum sef ég nú bara í klukkutíma en mest hef ég sofið þrjá og hálfan tíma í einu.

Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í sjöttu og sjöundu viku