Svíþjóðarferð  | 
|
| 
 
	Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins. 
	
	
 
 
 Ýmislegt 
 Linkar 
  | 
	
	
    	 fimmtudagur, maí 11, 2006 
   	
	Þá er það ákveðið. Mamma og pabbi eru svo yndisleg að leyfa mér að halda þrítugsafmælisveisluna (sem Byddí heimtaði um daginn!!) heima hjá þeim. Þeir sem hafa komið í veislur til mín hafa vanalega komið þangað og ættu því að vera algjörlega óhræddir. Veislan verður laugardaginn 15. júlí en ég á formlega afmæli þann 17.. Við erum ekki búnar að slá öllu föstu en ættingjum mun vera boðið um daginn og vinum um kvöldið. Að sjálfsögðu mega þeir ættingjar sem vilja vera með um kvöldið. Við munum setja nánari upplýsingar síðar á síðuna. þriðjudagur, maí 09, 2006 
   	
	Ég fór til læknis í gær og skoðaði hann held ég barasta allt hjá mér fyrir utan heyrnina. Að sjálfsögðu var ég alheilbrigð og hann sagði mömmu að hún væri ofsalega heppin að eiga mig og sagðist mamma vel vita það. Ég var líka mæld og vegin. Ég er 6150 g og 60 cm. Ég hef því ekki lengst neitt frá því seinast, sem var fyrir 20 dögum, enda þessar mælingar kannski ekki þær nákvæmustu í heimi en ég hef þyngst um 640 g. Eftir læknisheimsóknina fór ég í heimsókn til Eiríks en hann var bara sofandi allan tímann. Á fimmtudaginn fór ég með Emelíu mömmu og Hlín að hlusta á Auju mömmu halda fyrirlestur í tilefni af því að hún er hálfnuð með tímann sinn í doktorsnáminu. Ég missti reyndar af fyrirlestrinum því ég steinsvaf í vagninum og Hlín var svo góð að keyra mig á meðan. Eftir fyrirlesturinn gékk Auja mamma með mig heim en Emelía mamma og Hlín fóru í nuddtíma sem mömmur mínar fengu í brúðkaupsgjöf frá billjardvinum sínum. Auju mömmu þykir afskaplega leiðinlegt og óþægilegt að vera nudduð og gaf Hlín sinn tíma með glöðu geði. Á föstudaginn hoppaði ég upp úr rúminu mínu og skreið inn í gestaherbergið til að tala fuglamál við Hlín en þá var hún horfin, hún þurfti nefnilega að fara heim til litla stráksins síns. Takk fyrir komuna, Hlín, hlakka til að hitta þig næst. Á laugardaginn fórum við allar í bæinn en stoppuðum stutt við því Emelía mamma fékk stálma enn einu sinni. Mér fannst samt gaman því ég sá fullt af fólki og fékk að hafa nýja sólhattinn minn. Ég setti inn nýjar myndir.  |