Svíþjóðarferð  | 
|
| 
 
	Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins. 
	
	
 
 
 Ýmislegt 
 Linkar 
  | 
	
	
    	 föstudagur, júní 09, 2006 
   	
	Ég verð að monta mig soldið. Ég hringdi í Sollu frænku áðan, svona til að vita hvernig henni hefði gengið í prófunum. Solla er nefnilega að læra kennarann. Ég frétti þá að Aníta (dóttir hennar Sollu) hafi fengið kettling í afmælisgjöf um daginn. Eftir miklar vangaveltur var valið nafnið, já haldið ykkur, EMELÍA á læðuna. Solla sagði að það væri vegna þessa að hún væri svo lífleg og skemmtileg. Jéminn eini, ég hef eignast mína fyrstu nöfnu, ég er ekkert smá stolt og hlakka óskaplega til að hitta þessa nýju vinkonu mína í sumar. (Þetta þýðir samt ekki að þú getir ekki skírt dóttur þína eftir mér, Hlín!) Seinasta helgi var alveg frábær því hún var þvílíkt löng. Svíar áttu nefnilega þjóðhátíðardag á þriðjudaginn og þá var mánudagurinn klemmudagur og þ.a.l. frídagur. Auja mamma var því í fríi frá föstudegi til miðvikudags. Á miðvikudagskvöldið fór Emelía mamma í bíó á DaVinci kóðann með Hrönn og var ég því heima hjá Auju mömmu. Ég var smá óþekk, vildi ekki pelann minn og sofnaði því svöng því ég vissi að þegar ég vaknaði næst væri góða mjólkin mín komin. Í gær komu Hrönn og Eiríkur í heimsókn til mín. Við fórum í smá göngutúr og keyptum gott með kaffinu, svo lékum við Eiríkur okkur þegar ég var vakandi. Kíkið endilega á nýju myndirnar úr 14. viku og 15. viku. sunnudagur, júní 04, 2006 
   	
	Einn aðalaðdáandi minn (Anna frænka) hringdi í mömmu í gær og kvartaði yfir því að mamma hefði ekki sett inn nýjar myndir af mér lengi. Ég ætla því bara sjálf að sjá um þetta í framtíðinni. Á þriðjudaginn fórum við Emelía mamma í IKEA með Hrönn og Eiríki. Mér finnst alveg ágætlega gaman í IKEA því þar eru svo spennandi hlutir en Eiríkur var mjög leiður og þurftur við að hraða okkur soldið í gegnum búðina. Á miðvikudaginn náðum við í Ósk á flugrútuna. Ósk fór reyndar einni stoppustöð of langt og ákvað barasta að labba til baka. Sú ferð reyndist aðeins erfiðari en áætlað var og Ósk var allt í einu komin inn á byggingarsvæði og farin að vaða mýri þar sem tvö dádýr tóku á móti henni. Sem betur fer vorum við í stöðugu símasambandi við hana og sáum hana nálgast í eldrauðri flíspeysu, svo allt reddaðist á endanum enda Ósk gamall skáti. Á fimmtudeginum fórum við í verslunarkjarna með Ósk því hún var búin að ákveða að styrkja Svía með dágóðri upphæð. Síðar um daginn fórum við mamma og Ósk að taka á móti Möggu Steinu á flugrútuna. Við fórum síðan allar beinustu leið í vinnuna til Auju mömmu því hún bauð upp á freyðivín í tilefni því að fyrsta greinin, þar sem hún er fyrsti höfundur (hún skrifaði greinina alein!), hefur verið samþykkt til birtingar. Mamma mín er svo klár!!! Föstudaginn byrjaði ég á því að láta vega mig og meta. Ég er orðin 6975 g og 63 cm. Á 26 dögum hef ég því þyngst um 850 g og lengst um 3 cm. Ég var líka bólusett gegn 5 sjúkdómum en grét ekkert þegar ég fékk sprautuna enda er ég þvílík hetja. Ég á líka eftir að fara tvisvar í viðbót svo það er eins gott að venja sig bara við þetta strax. Þennan dag varð ég þriggja mánaða og í raun átti ég líka eins árs afmæli því fyrir nákvæmlega ári bjuggu mömmur mínar mig til. Ég held ég haldi mig nú samt við venjulegu talninguna sem þið hin notið, þ.e. dagar eftir að maður fæðist. Ég held ég fái heldur ekki mömmur mínar ekki til að samþykkja að gefa mér tvær afmælisgjafir á ári :) Ég fór síðan með mömmum mínum og gestunum í bæinn þar sem við löbbuðum alveg óskaplega mikið því við urðum að sýna þeim hvað Stokkhólmur er fallegur í góðu veðri. Svo þræddum við nokkrar búðir og allir keyptu sér eitthvað. Í gær skruppum við í verslunarkjarnan og fórum svo í risastóran garð (Hagaparken) með picnicteppi og nesti því veðrið var svo gott. Í dag fórum við aftur í picnic, núna í garðinum við Ulriksdalsslottið. Veðrið var ekki neitt sérstakt en nestið og félagsskapurinn var frábær. Kíkið á nýjar myndir úr 13. viku og 14. viku. Þar sjáiði m.a. fínu fötin og dótið frá Möggu Steinu og Ósk og ofsalega falleg föt sem Maja, mamma hennar Óskar, prjónaði. Ég virðist vera komin í áskrift hjá Maju því hún hefur þegar sent mér húfur, vettlinga og sokka.  |