Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júní 23, 2006
 
Hæ, hæ allir.
Núna ætla ég að segja ykkur allt sem hefur gerst frá því á þriðjudaginn í seinustu viku. Lola, vinnufélag Auju mömmu, kom þá í heimsókn til mín. Lola er rosalega hrifin af mér og hefur talað við mig síðan ég var í maganum á mömmu og hún kallar sig Lolu frænku :)

Það var annars svo rosalega heitt í byrjun seinustu viku að við mamma vorum inni í þrjá daga.

Á föstudeginum fór Auja mamma með rútu á ráðstefnu til Tällberg, sem er fallegt svæði við vatnið Siljan. Amma og afi á Brekkulæk komu í heimsókn til okkar á föstudeginum og við keyrðum saman á æðislegum Volkswagen til Tällberg í sumarhús sem þau leigðu. Okkur langaði nefnilega öll að vera með Auju mömmu þá fjóra daga sem ráðstefnan hennar var.
Ferðin til Tällberg var ömurlega leiðinleg að mínu mati og ég lét mömmu og ömmu og afa sko heyra það á leiðinni. Það er auðvitað ekkert skemmtilegt að vera niður njörvaður í marga tíma, ekki þegar maður er svona mikill fjörkálfur eins og ég. Ferðin á að taka um 3,5 tíma en tók 6,5 því það þurfti að stoppa nokkrum sinnum til að róa mig.
Það var bara nokkuð gaman í sumarhúsinu og ekkert vesen á mér. Við fórum í picnic, skoðuðum næstu smábæi og spiluðum kana.
Heimferðin á mánudeginum var jafn löng og sú fyrri en samt öllu skemmtilegri því Auja mamma kom með okkur og hún var í því að skemmta mér.
Fyrsta fríið mitt var því barasta nokkuð vel heppnað og mjög skemmtilegt.

Amma og afi voru hjá mér þangað til á miðvikudaginn en þá óku þau suður til Halmstad á tangóhátíð.
Takk ofsalega vel fyrir samveruna, amma og afi, við sjáumst eftir nokkra daga!

Kíkið endilega á myndir úr fimmtándu viku og sextándu viku.


 
Elsku lesendur!

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem bloggleysi okkar hefur valdið ykkur. Að sjálfsögðu eru góðar ástæður að baki þessu.
Í seinustu viku ákvað ég að strauja tölvuna okkar og tók það mig 2 daga að koma öllu í gang aftur enda hef ég aldrei gert þetta áður og er svo sem ekkert sérlega góð á tölvur. Ég fór því að sofa á fimmtudeginum í góðri trú um að allt væri komið í lag. Það stóð því til að blogga á föstudeginum en þegar ég kveikti á kvikindinu þá birtist blár skjár með villumeldingu. Mér tókst engan veginn að fá tölvuna til að opna Windows og lagði málið niður.
Þegar við komum til baka úr fríinu með Önnu Kristínu og Þorvarði þá fór Þorvarður í viðgerðir á tölvunni enda tölvunarfræðingur að mennt. Eftir margar tilraunir þá tókst loksins næsta dag að staðsetja vandræðin; það gengur ekki að hafa DVD skrifarann okkar í gangi þegar við ræsum tölvuna!! Þvílíkt heimskulegt vandamál en það var heldur betur lán að Þorvarður var hjá okkur því annars væri tölvan örugglega ekki komin í gang enn.