Svíþjóðarferð  | 
|
| 
 
	Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins. 
	
	
 
 
 Ýmislegt 
 Linkar 
  | 
	
	
    	 föstudagur, ágúst 04, 2006 
   	
	Amma og afi í Kópavogi söknuðu mín svo mikið að þau keyptu sér strax á þriðjudaginn ferð til mín 28. sept til 1. okt. Hlakka ofsalega til að sjá ykkur! Ég steingleymdi að segja frá tveimur afar merkilegum hlutum í gær. Á miðvikudaginn varð ég 5 mánaða og á fimmtudaginn fyrir viku gékk ættleiðingin mín í gegn svo núna má Auja mamma ekki yfirgefið mig, jibbbbbbí. Og fleira. Er búin að standa í ströngu varðandi myndir, þær eru nefnilega soldið margar sem ég ætla að setja á netið en þó er það bara lítið brot af öllum myndunum. Set inn fram að 16. júní en afgangurinn birtist bráðlega. Ég vil nýta tækifærið og benda á að við tókum ekki allar myndirnar, sumar eru frá Ingu frænku, afa á Brekkulæk og afa í Kópavogi. Takk kærlega fyrir myndirnar. fimmtudagur, ágúst 03, 2006 
   	
	Það er í nógu að snúast hjá okkur. Við höfum nefnilega ekki bloggað síðan að við fórum til Íslands og erum því að velja úr ótal myndir sem við ætlum að setja á myndasíðuna næstu daga. Í dag fór ég í mælingu og er orðin 66,5 cm og 8050 g. Ég hef því lengst um 1 cm og þyngst um 550 g á 5 vikum. Hjúkrunarkonan sagði mömmu að ég ætti að fara að borða venjulegan mat því ég væri aðeins farin undir þyngdarkúrvuna mína. Ég hafði hins vegar ekki mikla lyst á kvöldmatnum og endaði á að æla þvílíkt í rúmið, á gólfið, mömmur mínar og mig. Kannski er ég bara smá slöpp eftir bólusetninguna í dag eða gjörsamlega eftir mig eftir að hafa þurft að dragnast með Emelíu mömmu í bænum í dag. Bara ad lata vita ad vid erum komnar aftur til Svithjodar. Thad var osköp gott ad koma i litlu ibudina okkar aftur tho hryllingshrollur hafi farid um amk mig a flugvellinum vid ad sja og heyra alla svianna. I gaer komu Arna og Karvel med strakana sina til Stokkholms. Vid röltum adeins um baeinn og forum svo a pizza hut. Haukur Freyr og Arnar Smari eru ordnir svaka storir og duglegir og thad var rosa gaman ad hitta thau. Emelia og Anna Eir eru nuna i onaemissprautu part II og munu orugglega berast frettir af haed og thyngd litlu prinsessunnar nuna seinnipartinn. Stay tuned  |