Svíþjóðarferð  | 
|
| 
 
	Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins. 
	
	
 
 
 Ýmislegt 
 Linkar 
  | 
	
	
    	 föstudagur, ágúst 18, 2006 
   	
	Í gær keyptum við töffarahjól handa Auju mömmu. Það er allt vaðandi í útsölum í Stokkhólmi og slógum við því til. Mömmur mínar eiga sko tvö hjól en allar fjórar gjarðirnar eru beyglaðar og við vitum ekki hvernig það hefur gerst, líklega þegar hjólin hafa verið í hjólagrindunum. Það er bara hægt að hjóla á öðru hjólinu og ætlum við að nota hitt í varahluti. Það borgar sig nefnilega ekki að kaupa gjarðir því þær kosta 500 kr stykkið. Hjólið sem við keyptum er svo flott (merkið Peak) að búðarkallarnir ætla að setja það saman fyrir okkur. Núna getur mamma verið fljótari heim úr vinnunni til mín. Kíkið á myndir af mér. þriðjudagur, ágúst 15, 2006 
   	
	Ég geymdi bestu myndirnar þar til seinast, myndir af mér á Íslandi :) Núna erum við búnar að setja inn allar myndir úr Íslandsferðinni. Það var svo gaman að koma til Íslands í sumar og hitta ykkur öll. Við ætlum að fara að kaupa flugmiða til Íslands um jólin, ég hlakka obboslega til. Ég og Emelía mamma ætlum að koma aðeins á unda Auju mömmu því hún á svo fáa frídaga eftir. Svo ætlum við Auja mamma að vera lengur á Íslandi en Emelía mamma því Auja mamma mun vera heima með mig á næsta ári en Emelía mamma þarf að fara að vinna. Ég verð því rosalega lengi á Íslandi um jólin. Jibbbbbí! mánudagur, ágúst 14, 2006 
   	
	Í gær áttum við Auður eins árs brúðkaupsafmæli. Fyrsta árið hefur verið afar ánægjulegt og býst ég við að þau næstu verði það líka. Við erum vanar að halda upp á 13. ágúst en í gær gerðum við ekkert. Litla fjölskyldan var þó saman allan daginn en það er fyrir öllu. Á laugardaginn fórum við í grill með Íslendingafélaginu í Stokkhólmi. Það mættu kannski bara 20 manns en það var alveg ágætt. Við löbbuðum á staðinn, tókum þátt í boule, grilluðum og fórum enda var ég orðin syfjuð. Í gær fór ég í annað skiptið á koppinn minn og þá pissaði ég sko og kúkaði í hann. Og í morguna pissaði ég líka í koppinn. Þetta er sko ekkert mál. Kíkið á myndir úr grillinu.  |