Svíþjóðarferð  | 
|
| 
 
	Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins. 
	
	
 
 
 Ýmislegt 
 Linkar 
  | 
	
	
    	 laugardagur, september 09, 2006 
   	
	Núna er ég búin að smakka ósköpin öll af furðulegum mjólkurvörustaðgenglum: hrísgrjónamjólk, haframjólk frá nokkrum mismunandi framleiðendum, hafrajógúrt, sojajógúrt, hafrarjóma, smjör, smjörlíki, cheddar ost og mozzarella ost. Ég býst nú svo sem aldrei við því að þetta sé eitthvað sérstaklega gott en ég bragða samt á þessu með jákvæðum hug og hefur flest komið mér nokkuð á óvart með því að vera ætt og jafnvel í áttina að vera alveg ágætt. Það versta af þessu er tvímælalaust hrísgrjónamjólkin. Ég get eiginlega ekki lýst bragðinu, það var svo skrýtið. Kannski var hún eins og einhver olía sem maður gæti fundið í smiðjunni hans afa (bragðið minnti mig á lyktina úr smiðjunni) en samt um leið þunn eins og vatn. Það besta er líklega hafrajógúrtin, sojajógúrtin og smjörið. Hafrarjóminn er samt alveg stórgóður í matargerðina og myndi ég líklega ekki finna fyrir miklum mun ef ég vissi ekki hvaða rjóma við værum að nota. Einnig virkaði smjörlíkið vel í súkkulaðikökuna sem Auður bakaði. Ostarnir voru soldið skrýtnir en alveg þess virði að smakka, en þó bara einu sinni. Ég efa nú að ég eigi eftir að láta þá ofan í mig aftur en þeir gáfu mér tækifæri á að búa til pizzu og steikta samloku. Haframjólkin er ekkert meiriháttar en alveg þolanleg og í raun nauðsynleg fyrir mig því ég bara hreinlega get ekki borðað brauð án þess að fá mér kakómjólk með. Litla dýrið okkar hefur annar verið veik síðan aðfararnótt föstudagsins. Hún hefur ælt þvílíkt, verið með rosalegt hor og slöpp. Litla skinnið hefur verið svo slöpp að hún hefur fengist til að liggja hjá okkur án þess að vera á iði og þetta því í raun í fyrsta skiptið þar sem hún hefur viljað kúra okkur :) Hérna getið þið séð mynd af Önnu Eir veikri. fimmtudagur, september 07, 2006 
   	
	Ég er orði frekar dugleg að borða þó ég segi sjálf frá. Mömmum mínum finnst það reyndar líka þó þeim finnist ég líka oft vera óþekk. Eina leiðin til að ég borði er að ég hafi dót til að leika með og helst verð ég að fá nýtt dót annan hvern dag, annars verð ég reið og vil ekki borða. Og hananú! Ég hef meira að segja fengið að leika mér í hnífaparaskúffunni á meðan ég borðaði. Allar teskeiðarnar og allar mínar skeiðar urðu svo skítugar að það þurfti að skella þeim í uppþvottavélina. Á mánudögum er ég á sundnámskeiði og er búin að fara í þrjá tíma. Mér þykir mjög gaman í sundi enda þrælvön, fer í bað á hverjum degi. Í vikunni hef ég tvisvar farið í "Öppna förskolan" en það er ætlað börnum sem eru enn ekki farin á leikskóla. Þá mætir maður með foreldrum sínum þegar maður vill og leikur sér við hina krakkana og stundum syngjum við saman. Mér þykir það líka gaman, brosi mínu breiðasta og heilla allar mömmurnar. Þegar við syngjum þá horfi ég agndofa á. Myndir seinustu daga. sunnudagur, september 03, 2006 
   	
	Í gær var ég hálfs árs. Mömmur mínar buðu því öllum sem við þekkjum í Uppsala og Hrönn, Georg og Eiríki í afmæli til mín og til að fagna því að ættleiðingin mín er skráð í öll kerfin í Svíþjóð. Því miður komust ekki Uppsalabúarnir en það var samt rosalega gaman hjá okkur Eiríki, ég horfði oft agndofa á allt sem hann kunni. Auja mamma gerði rosalega gott með kaffinu, bakaði súkkulaðiköku án mjólkurvara svo Emelía mamma gæti fengið eitthvað, gerði heitan rétt og fleira. Annars er ég orðin svo hrikalega dugleg að lyfta mér upp á hnén, alveg sjálf. Mér tókst það í fyrsta skiptið á föstudaginn og í dag gerði ég það oft. Sjáiði bara myndirnar. Nýjar myndir frá ágúst og úr afmælinu mínu.  |