Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, september 23, 2006
 
Í gær var bókaklúbburinn hennar Auðar haldinn heima hjá okkur. Aujan mín eldaði ofsalega gott pasta handa 9 manns (ég fékk að borða líka :)) og hafði lítið fyrir því. Við tjölduðum fína stellinu okkar (eigum reyndar bara 7 diska í því) og fínum glösum. Allt sem var á borðinu höfðum við fengið að gjöf frá vinum og ættingjum í brúðkaupsgjöf, jólagjöf eða búgjöf og höfðu gestirnir orð á því hversu fínt þetta var.
Paul og Emma komu með Måns litla. Anna Eir og Måns voru nú ekkert sjúk í hvort annað en það var greinilega smá gaman að sjá annað barn. Þau fóru í bað saman og fannst Önnu Eir soldið skrýtið að vera ekki ein í baði. Hún lék sér nánast ekkert í baðinu því hún starði svo mikið á Måns.

Seinasta mánudag fórum við Anna Eir í sund eins og vanalega. Í þessum tíma áttum við að kafa. Hinir höfðu reyndar flestir kafað í tímanum á undan en þá mættum við ekki því Anna Eir var enn með svo mikið kvef. Mér fannst þessar köfunaraðferðir svo hrikalega á að lítast að ég ákvað að bíða með það þar til í næsta tíma.

Þennan sama mánudag fékk Anna Eir í seinasta skiptið brjóst hjá mér. Ég var búin að vera án mjólkur í tæpar 3 vikur og fannst í raun alveg nóg komið. Ég hafði reyndar ekki þjáðst nein ósköp en var alveg til í að fá venjulegan mat. Það var t.d. ekki einu sinni hægt að kaupa sér samloku út í búð, hvað þá meira. Anna Eir fékk móðurmjólkina í sex og hálfan mánuð sem þykir bara mjög gott. Ég tel líka að það sé í raun best fyrir hana að vera ekki að drekka þetta glundur frá mér lengur því ef ske kynni að ég borðaði eitthvað með mjólkurvöru í þá færi það í hana og henni myndi líða illa. Það var nefnilega ekki hægt að treysta búðarfólki fyrir fimm aur um innhald í því sem maður keypti. Það sagði oft að varan innihéldi ekkert með mjólkurvöru í en þegar við báðum þau að telja upp allt þá kom iðullega í ljós smör eða smjörlíki eða sýrður rjómi eða eitthvað annað.
Fyrstu svona 2-3 dagana var Anna Eir ekki alveg sátt við að fara að sofa hjá mér án þess að fá að drekka og þurfti Auður að svæfa hana því hún stóð bara á orginu hjá mér en steinþagði þegar Auður tók hana enda veit hún að það þýðir ekkert að krefja Auði um mjólk. Sem betur fer var Auður að kenna upp í Háskóla og var því stutt þessa daga sem þýddi að hún náði að svæfa Önnu Eir nánast alla lúrana hennar :)
En núna virðist hún vera búin að sætta sig við nýju aðstæðurnar og þambar vatn á nóttunni í staðinn. Og ég held bara að hún hafi ekki nokkurn tímann sofið eins vel og seinustu daga.

Myndir af Önnu Eir og af öðru fólki.


sunnudagur, september 17, 2006
 
Á föstudaginn komu amma á Brekkulæk, langamma í Hveró og Kata móðursystir mín í heimsókn til mín. Auja mamma og Kata áttu báðar afmæli þennan dag, mamma varð 29 ára og Kata 23. Auja mamma vissi ekki af heimsókninni og hitti gestina okkar ekki fyrr en á veitingarhúsinu sem ég og Emelía mamma sögðum henni að mæta á. Auja mamma fékk ofsalega marga pakka og var rosalega ánægð með daginn. Ég og Emelía mamma fengum meira að segja líka pakka.
Í gær fórum við aðeins í bæinn. Gestirnir okkar keyptu sér allir skó og amma keypti sér tösku og Kata úlpu. Langamma keypti sér alveg eins fótanuddtæki og mamma á eftir að hafa prófað tækið hennar :) Annars var mikill hávaði í bænum, fullt af fólki og kosningaáróður; það eru nefnilega alþingis- og sveitastjórnarkosningar í Svíþjóð í dag.

Hérna sjáið þið gamlar myndir síðan úr heimsókn Kötu og Ara.