Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, maí 27, 2007

fimmtudagur, maí 24, 2007
 
Á sunnudaginn var mér batnað af veikinni minni og Arnar Smári og Haukur Freyr komu í heimsókn til mín. Þeir voru höfðu verið á skansen með mömmu sinni og pabba. Mömmurnar mínar bökuðu vöfflur en ég mátti ekki fá því þær voru með eggjum og mjólk. Ég var öll út í útbrotum á laugardaginn og mömmurnar mínar halda að ég sé kannski með ofnæmi fyrir tómötum líka. Þannig að núna má ég ekki borða neitt með mjólk, eggjum eða tómötum á meðan þær eru að prófa þetta.

Í gær fór ég og sótti rosa fínana pakka frá ömmu og afa í kópavogi með fullt af fötum handa mér og nammi handa mömmum mínum. Fötin eru dálítið stór en nú ætla ég bráðum að vera dugleg að borða svo ég stækki í fötin. mömmurnar átu næstum allt nammið í gær, þær voru svo gráðugar.


laugardagur, maí 19, 2007
 
Í gær komum við Auja mamma heim frá Århus þar sem við vorum að heimsækja Möggu Steinu og Hadda. Við höfðum það svakalega gott, röltum um bæinn og skoðuðum hann. Við sáum rosa flottan róló þar sem voru leiktæki en líka páfagaukar, hænur og páfuglar í búrum. Þarna var líka aðstaða fyrir krakkana í hverfinum til að geyma kanínurnar sínar þegar þau eru ekki heima. Svo voru tvær geitur og einn kiðlingur. Við fórum þarna tvisvar það var svo skemmtilegt. Við skoðuðum líka eldgamla kirkju og mjög sérstakt leikhús sem þeir eru með þarna í Århus en því miður fáið þið ekki að sjá neinar myndir því mamma gleymdi að taka myndavélina. Síðasta daginn okkar varð ég veik og þegar við flugum heim átti ég voða bágt. Ég borðaði eiginlega ekki neitt, grenjaði ef mamma setti mig niður eða hreyfði sig of mikið og vildi alls ekki að hún sæti í sætinu. Hitt fólkið í flugvélinni var ekkert að láta pirringinn í ljós og maður sem sat fyrir aftan okkur hjálpaði mömmu með dótið þegar við fórum. Margir horfðu á mömmu, ekki illilega, heldur samúðarfullt. Handleggirnir á mömmu eru orðnir 3 cm lengri eftir ferðina og hún var orðin voða voða þreytt þegar Emó mamma sótti okkur á flugrútuna.
Annars voru svo margir sem hjálpuðu mömmu með dótið okkar þegar hún var ein með mig bæði að fljúga út og heim. Fólk er alls ekki eins miklir asnar og alltaf er verið að tala um.

Ég er enn veik núna og sef mikið og vil vera í fanginu á mömmunum. Ég er með smá hita og hor en ekkert mikið meira sjáanlegt. Mömmurnar halda samt að ég sé með hausverk/beinverki eða eitthvað því ég á svo bágt. Vonandi batnar mér fljótt.


föstudagur, maí 11, 2007
 
Í morgun í öppna förskolan gerði ég hreyfingar við kalli litli könguló! Þetta er rosalegur persónulegur sigur fyrir mig, þrátt fyrir að ég hafi setið eins og steingervingur undir öllum hinum lögunum sem voru sunginn. Þetta er allt að koma hjá mér. Leikskólakennarinn minn hún Barbro kom með kenningu varðandi það að ég held mig svona mikið til hlés í öppna forskolan. Hún heldur því fram að það sé út af því að ég heiti Anna. Dóttir Barbro sem heitir Anna var mjög feiminn og tvær mömmur sem voru í öppna förskolan í morgun og heita Anna voru báðar mjög hlédrægar, önnur sagði að hún hefði meira að segja hoppað úr rólunni á leikvellinum ef það komu önnur börn því hún þorði ekki að róla ef þau skyldu vilja róla. Anna amma sem ég heiti eftir var víst líka feiminn þegar hún var lítil, hún þorði ekki einu sinni að spyrja kennarnann í skólanum hvort hún mætti fara á klósettið. En þetta er allt í lagi. Þeir sem þekkja Önnu ömmu mína vita að þó maður sé feiminn í æsku getur maður samt orðið aðal ráðarinn þegar maður verður stór.

Í fyrradag pissaði ég í koppinn minn, fullt af pissi. Mömmurnar mínar voru þvílíkt stoltar og gláptu heillleingi á pissið mitt. Tvær dotlið skrýtnar. Ég veit ekki hvort ég er nokkuð að pissa meira í þennan kopp ef þær ætla að láta svona. Ég geri það amk ekki þegar eru gestir eða þegar er dregið frá.


miðvikudagur, maí 09, 2007
 
Um helgina fór ég í afmæli til Samuels vinar míns. Hann varð tveggja ára og það kom fullt af fólki í afmælið. Ég eignaðist nýja vinkonu, hana Yvonne sem mömmurnar mínar þekkja líka. Hún hefur oft lýst því yfir að hún fíli ekki börn en ég hlustaði ekkert á það og heillaði hana upp úr skónum. Við fórum snemma úr afmælinu því Börkur bróðir Heiðrúnar ömmu kom í heimsókn um kvöldið. Mömmur mínar grilluðu fyrsta grill ársins í tilefni að því, svínalund og rjómaostfyllta sveppi. namminamm.


mánudagur, maí 07, 2007
 
Í búningsklefanum fyrir ungbarnasund
(sönn saga):

Sonur konu 1: Ein sem talar íslensku eins og þú mamma!
Kona 2: ertu íslensk?
Kona1: Já
Kona 2: Hvað heitirðu?
Kona1: Svala
K2: Ha?
K1: Svala
K2: Ha?
K1:SVALA
K2: Hvað segirðu, það hef ég aldrei heyrt
K1: Svala, eins og fuglinn. hefurðu aldrei heyrt það nafn?
K2: Ha, jú auðvitað? Hvað heitir sonur þinn?
K1: [eitthvert sænskt nafn]
K2: jájá, er pabbi hans sænskur?
K1: já. En hvað heitir dóttir þín
K2: Anna
K1: Það er fallegt, er pabbinn íslenskur?
K2: Það veit ég ekki.
K1: Nei, maður getur auðvitað aldrei verið viss

Svona er það stundum þegar eðlilegar manneskjur hitta furðufugla. Málið var sumsé að emelía er kona 2 og hitti aumingja Svölu þessa í sundi en henni heyrðist hún alltaf segja að hún héti dvala (emelía heyrir oft mjög illa) og svo vafðist henni einhvernvegin tunga um tönn þegar hún ætlaði að fara að útskýra allt með sæðingu í danmörku, að vera lesbísk, tvær mömmur og allt dæmið. Þannig að næst þegar þið lendið í einhverjum furðufulgi, munið að það gæti verið skýring á öllu ruglinu


fimmtudagur, maí 03, 2007
 
hæ allir! Í gær fór ég í öppna förskolan með Auju mömmu að venju og í fyrsta skipti þorði ég að hreyfa mig í söngstundinni. ég dansaði þrisvar í 10 sek. í hvert skipti. Þetta er algjört met því yfirleitt sit ég eins og steini runninn á meðan hinir syngja, þó ég hafi mjög gaman af tónlist og dansi við allan takt sem ég kemst í; tónlist, bílhljóð, fótatak, kaffikvörn og þess háttar.
Annars hef ég það gott, tala stöðugt en mömmur mínar skilja mig sjaldnast. Þó kann ég nokkur orð og uppáhaldsorðið mitt er "nei". Það er afar gagnlegt. Auja mamma er líka þvílíkt ánægð með það því nú þarf hún ekki stöðugt að vera að hlaupa inn í eldhús og ná í mat til að kanna hvort ég vilji hann. Nú getur hún bara spurt. Svarið mitt er yfirleitt nei ef mér er boðin orkuríkur matur en alltaf já (sumsé ekkert svar) við ávöxtum, grænmeti og sérjósi.

Á mánudaginn fórum við til uppsala að sjá fossränningen og til að fara í pikknikk með Arnari Smára, Hauki Frey og Sólveigu Birtu og foreldrum þeirra. Það var rosa gaman en við þurftum að fara snemma því ég átti að mæta í sund um kvöldið.


þriðjudagur, maí 01, 2007