Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
mánudagur, maí 07, 2007
Í búningsklefanum fyrir ungbarnasund (sönn saga): Sonur konu 1: Ein sem talar íslensku eins og þú mamma! Kona 2: ertu íslensk? Kona1: Já Kona 2: Hvað heitirðu? Kona1: Svala K2: Ha? K1: Svala K2: Ha? K1:SVALA K2: Hvað segirðu, það hef ég aldrei heyrt K1: Svala, eins og fuglinn. hefurðu aldrei heyrt það nafn? K2: Ha, jú auðvitað? Hvað heitir sonur þinn? K1: [eitthvert sænskt nafn] K2: jájá, er pabbi hans sænskur? K1: já. En hvað heitir dóttir þín K2: Anna K1: Það er fallegt, er pabbinn íslenskur? K2: Það veit ég ekki. K1: Nei, maður getur auðvitað aldrei verið viss Svona er það stundum þegar eðlilegar manneskjur hitta furðufugla. Málið var sumsé að emelía er kona 2 og hitti aumingja Svölu þessa í sundi en henni heyrðist hún alltaf segja að hún héti dvala (emelía heyrir oft mjög illa) og svo vafðist henni einhvernvegin tunga um tönn þegar hún ætlaði að fara að útskýra allt með sæðingu í danmörku, að vera lesbísk, tvær mömmur og allt dæmið. Þannig að næst þegar þið lendið í einhverjum furðufulgi, munið að það gæti verið skýring á öllu ruglinu |