Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, maí 19, 2007
 
Í gær komum við Auja mamma heim frá Århus þar sem við vorum að heimsækja Möggu Steinu og Hadda. Við höfðum það svakalega gott, röltum um bæinn og skoðuðum hann. Við sáum rosa flottan róló þar sem voru leiktæki en líka páfagaukar, hænur og páfuglar í búrum. Þarna var líka aðstaða fyrir krakkana í hverfinum til að geyma kanínurnar sínar þegar þau eru ekki heima. Svo voru tvær geitur og einn kiðlingur. Við fórum þarna tvisvar það var svo skemmtilegt. Við skoðuðum líka eldgamla kirkju og mjög sérstakt leikhús sem þeir eru með þarna í Århus en því miður fáið þið ekki að sjá neinar myndir því mamma gleymdi að taka myndavélina. Síðasta daginn okkar varð ég veik og þegar við flugum heim átti ég voða bágt. Ég borðaði eiginlega ekki neitt, grenjaði ef mamma setti mig niður eða hreyfði sig of mikið og vildi alls ekki að hún sæti í sætinu. Hitt fólkið í flugvélinni var ekkert að láta pirringinn í ljós og maður sem sat fyrir aftan okkur hjálpaði mömmu með dótið þegar við fórum. Margir horfðu á mömmu, ekki illilega, heldur samúðarfullt. Handleggirnir á mömmu eru orðnir 3 cm lengri eftir ferðina og hún var orðin voða voða þreytt þegar Emó mamma sótti okkur á flugrútuna.
Annars voru svo margir sem hjálpuðu mömmu með dótið okkar þegar hún var ein með mig bæði að fljúga út og heim. Fólk er alls ekki eins miklir asnar og alltaf er verið að tala um.

Ég er enn veik núna og sef mikið og vil vera í fanginu á mömmunum. Ég er með smá hita og hor en ekkert mikið meira sjáanlegt. Mömmurnar halda samt að ég sé með hausverk/beinverki eða eitthvað því ég á svo bágt. Vonandi batnar mér fljótt.