Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júní 27, 2007
 
Anna Eir er alltaf að bæta við sig nýjum orðum. Hér er smá listi yfir þau nýjustu ef þið skylduð lenda í því að reyna að tala við hana: Bebba (vespa), dúú(skór), úpp (prump), dúda (kúka), auja (auga), æ (hæ), dædæ (bæbæ), úa (húfa), alú (halló), nä (hné), eyja (eyra), búba (bumba), úmmm (flugvél), uvva(róla), dæda (tærnar), deda (drekka)


þriðjudagur, júní 26, 2007
 
Nú lá netið okkar niðri um helgina þannig að við gátum ekkert bloggað eða talað á skype. Á laugardaginn fórum við að skoða “laugardal” philadelphia, fairmount park. Sáum m.a. eldgamla vatnshreinsistöð en allt lífríki í Schulkyll ánni hérna drapst átjánhundruð og eitthvað lítið og kom ekki aftur fyrr en þeir byrjuðu að hreinsa vatnið rétt fyrir aldamótin 1900. Borðuðum á rosa fínum veitingastað í þessari vatnsstöð. Laugardalurinn þeirra var nú frekar skrýtinn, með rosa stórri götu í miðjunni og þvílíkum bílahávaða. Auðvita var verið að fjarlæga tré og gras til að koma fyrir fleiri bílastæðum. Við sáum líka svona little league game þar sem pínulitlir gríslingar voru að spila í búningum og öllu. Þá erum við búnar að sjá base ball leik og eigum skv. prófessornum hennar emelíu að skilja amerískt samfélag eftir það.

Á fimmtudaginn hittum við Kristínu sem var með okkur í HÍ. Hún var rosa hress, nýbúin að gifta sig og allt og við ætlum að bjóða henni bráðum í mat. Vona henni sé sama um að deila með kakkalökkunum.

Eins og sumir vita er myndavélin okkar horfin og var Anna Eir grunuð um að hafa hent henni í ruslafötuna. Nýjar vísbendingar benda þó til þess að hún sé saklaus því snúran til að færa myndirnar yfir í tölvuna er líka horfin. Nú liggja því tveir aðrir undir grun
a) Auja mamma sem er þekkt fyrir að taka mikilvæga og verðmæta hluti og setja þá á s.k. vísan stað þar sem enginn finnur þá aftur, og allra síst hún sjálf. Mömmurnar eru hins vegar búnar að leita út um allt í íbúðinni og myndavélin finnst ekki.
b)Bandarískur Þjófur sem læddist hérna inn og tók myndavélina og snúrna en lét ferðatölvuna, webcam myndavélina videovélina og allt annað verðmætt, vera. Þessi þjófur vinnur í húsinu og hefur lykla að íbúðinni og vildi ekki að það væri augljóst að hann hefði brotist inn og stolið 4 megapixla canon Ixus án hleðslutækis sem ný kostar 120 dollara (7.500 ISK) með hleðslutæki.


föstudagur, júní 22, 2007
 
Jæja, þá eru komnar fleiri myndir, m.a. úr gönguferð okkar Önnu Eirar frá í morgun.


þriðjudagur, júní 19, 2007
 
Í gær fór ég í bæjarferð með mömmum mínum. Það var of heitt til að vera úti svo við fórum í svona kringlu og ég fékk tvö pör af nýjum skóm, sem var ÆÐI! Mömmurnar keyptu líka svona barnaklósettsetu og þegar við komum heim vígði ég hana með því að kúka í klósettið. Auja mamma varð svo glöð að mér dauðbrá. Ég kúkaði samt pínulitlum kúk í morgun í klósettið bara til að gleðja mömmurnar. Við fórum á róluvöllinn í morgun, það var aðeins kaldara en í gær svo við gátum verið þar til 10 án þess að stikna. Núna erum við inni því það er svo heitt og rakt úti . Við fórum í búðina áðan og dóum næstum úr hita á leiðinni. Sem betur fer á að rigna í nótt svo það verður kaldara á morgun, undir 30°C. Kannski förum við Auja mamma í svona risagarð hér nálægt þar sem eru dýr og söfn og svoleiðis.


mánudagur, júní 18, 2007
 
Jæja, þá er ég búin að setja inn nýjar myndir á myndahornið. Aðeins af miðbænum hérna, íbúðinni okkar og gay pride. Kíkið á það hér. Af okkur er annars ágætt að frétta, í síðustu viku var sæmilega kalt, ég þurfti meira að segja að fara í jakka og Anna Eir var oft í peysu. Núna er hins vegar aftur orðið heitt dauðans og þá kemur sér sko vel að vera með loftkælingu. Anna Eir er enn smá jetlögguð og vaknar oftast milli 6 og 7 sem er ágætt því þá getum við farið út á leikvöllinn og leikið aðeins við hina krakkana áður en það verður ólíft vegna hita. Við förum í svona park hérna nálægt þar sem er rosa flottur leikkastali fyrir minni börn, mjög öruggur en þroskandi. Önnu Eir finnst rosa gaman þar, við tökum kannski myndir þegar við förum á morgun.
Um helgina fundum við loksins heilsuvitleysingabúð sem selur alls konar mjólkur- og eggjalaust dót. Það var nefninlega smá sorglegur matur sem Anna litla fékk og tilbreytingalaus því við fundum ekki neitt sem hún mátti borða. Við versluðum rosa mikið í þessari búð sem seldi meðal annars skyr (sem við keyptum gommu af) og íslenskt súkkulaði sem við fundum því miður ekki en munum leita að næst.

Anna Eir þroskast samt ágætlega hér og hún er búin að bæta við sig nokkrum nýjum orðum, meðal annars "dúúú" (skór) og behba (vespa) en þessir tveir hlutir eru í miklu uppáhaldi núna. Ef að við löbbum framhjá skóbúð fær anna tilfelli og æpir dúdúdú og það er nánast ekki hægt að fara með hana inn í skóbúð henni finnst svo gaman. Hún fékk nýja sandala fyrir tveimur vikum (Auja mamma valdi boring brúna sandala þegar Anna Eir var búin að velja sér skjannahvíta með bleikum doppum og mynd af mjallhvít á) og nú sýnir hún ÖLLUM og þá meina ég öllum skóna sína, hundum fólki í lyftu, baba (brabra), afgreiðslufólki, krökkum í margra metra fjarlægð.... öllum. Ef hún er að labba og vill sína skóna lítur hún smá út eins og hún tilheyri "ministry of funny walks" úr monty python því hún lyftir löppinni í hverju skrefi svo fólk/hundar/fuglar/krakkar sjái betur.
Ég las kjaftasögublað við eldhúsborðið um daginn þegar anna eir byrjaði að æpa og aka sér í stólnum og benda á blaðið. Þá var þar mynd af vespunni hennar Gwyneth palthrow sem Önnu fannst æði og nú hangir þessi mynd fyrir ofan rúmið hennar Önnu. Stundum eru mömmurnar dregnar inn í herbergi til að standa upp við vegginn og horfa á vespuna.

Anna hefur líka lært nýtt orð sem hún ber nokkuð rétt fram. Það er bíddú og þetta kyrjar hún stundum "bíddúbíddúbíddúbíddú". Þetta heyrir hún greinilega mjög oft, greyið og getur því sagt það svona vel.


miðvikudagur, júní 13, 2007
 
Á laugardaginn fór Anna Eir í fyrstu klippinguna sína á stofu (ég hef klippt hana nokkrum sinnum). Hún var mjög feimin og þurfti ég að sitja undir henni. Hún fílaði ekki beint að kallinn væri að bleyta á henni hárið og gera eitthvað við það en hún var afar kyrr enda frekar hrædd. Þegar hún var hvað hræddust kúrði hún bara í hálsakotinu á mér en ekkert af þessu stoppaði kallinn, sem var þræl snöggur og góður. Lengi vel var Anna Eir með rosalega skeifu en var of hrædd til að fara að gráta, það var nú frekar fyndið en ég kenndi líka smá í brjóst um hana. Núna er hún allavega rosalega sæt og fín (eins og hún er alltaf) og líður vonandi betur í hitanum. Ég vildi nú reyndar bara raka af henni hárið en Auður var á móti því. Ef Anna Eir væri strákur hefði ég örugglega mátt raka af henni hárið.

Á sunnudeginum fórum við á Gay pride hér í Philadelphia. Við misstum af göngunni því Anna Eir var sofandi og mættum því bara á útisvæðið (Penn’s landing) sem var við höfnina, soldið töff. Hitinn var hins vegar algjörlega að drepa mig. Það var nokkuð pakkað á þessu svæði en samt mun færri en í Stokkhólmi. Fyrir utan var eitthver Jesúlið með mótmæli en lögreglan hélt þeim í skefjum. Mér þótti smá kúl að sjá live hljómsveitina úr The L-word, þessi með þremur konunum sem eru oft að vinna með Kit. Allavega, Anna Eir var alveg að fíla þær í tætlur, dillaði sér heilmikið, sveiflaði höndunum og beygði sig í hnjánum.

Í þessum skrifuðum orðum er nettengingarstrákurinn heima hjá okkur svo við ættum að komast á Skype í dag. Verið tengd!!


þriðjudagur, júní 12, 2007
 
Ég þakka öllum fyrir stuðninginn en ég var í alvöru ekki með neinn dónaskap eða keppnisskap eða neitt við starfsmenn flugvallarins. Ég hefði betur átt að lesa bloggið hennar Auðar áður en ég setti það á síðuna. Við fáum reyndar nettenginu eftir tvo daga og þá getur Auður haldið áfram að setja lygasögur um mig á netinu.

En allavega, ég held bara að ég verði að segja ykkur minn hluta sögunnar.
Nú, litla fjölskyldan mín var hamingjusöm á Arlanda flugvellinum föstudaginn 1. júní. Við vorum í röðinni á góðum tíma svo allt leit vel út þar til kíkt var í passann minn. Ég var víst ekki með “visa” var mér sagt. Ég trúði þessu auðvitað ekki því ég hafði fengið eyðublöð frá Pennsylvania háskóla og borgað eitthvert gjald svo ég hélt að allt væri klappað og klárt, sérstaklega þegar enginn hafði sagt mér annað. Ég þrálátlega spurði flugvallarstarfsmennina hvort það væri engin leið að ég kæmist með (og það er ábyggilega það sem Auður kallaði “dónaskap” í sínu bloggi) en þeir sögðu að ég myndi lenda í vandræðum í bandaríkjunum ef ég væri ekki með visa, v.þ.a. ég mun fá laun hérna og verð lengur en daga (munaði tveimur dögum frá föstudeginum en þar sem ég fór á mánudeginum þá verð í raun styttra en 90 daga.). Ég er reyndar búin að komast að því núna að þeir höfðu ábyggilega hárrétt fyrir sér því ég hef margoft þurft að sýna þetta visa.
Þeir voru mjög vingjarnlegir, bókuðu flugið mitt aftur til laugardagsins og gáfu mér upp símanúmer hjá bandaríska sendiráðinu í Stokkhólmi. Ég hringdi í sendiráðið og komst að því að ég þurfti að fara á netið og kíkja á gátlista sem þar er og kanna hvort ég væri með allt sem ég þyrfti að taka með til þeirra. Klukkan var rúmlega 10 um morguninn þegar ég brunaði í leigubíl frá flugvellinum upp í háskóla til að fá lyklana mína sem ég hafði látið Yang vinnufélaga minn fá (sem hann átti að láta Maarja vinnufélaga minn hafa því hún ætlaði að vökva blómin og svoleiðis) og svo heim. Þar fór ég netið og komst að því að ég var ekki nærri með allt sem þurfti. Ég var með J-1 umsóknina (visa-umsókn fyrir skólafólk), kvittun fyrir einhverju gjaldi sem ég hafði borgað og vottorð frá skattinum (sem við höfðum pantað fyrir löngu því það var bara eitthvað sem við töldum að væri gott fyrir okkur að hafa því þar stendur að Anna Eir sé dóttir okkar beggja) en ég þurfti líka að fylla út eitthvert rosalegt eyðublað á netinu sem var bara hægt að gera á netinu því ég þurfti síðan að fá einhvern barkóða, og svo þurfti ég fylla út tvö önnur eyðublöð, fara í bankann og borga eitthvert annað gjald og láta taka mynd af mér, 5 x 5 cm sem er stærri en venjuleg passamynd. Ég var búin að bera mig aumlega við sendiráðið og segja þeim að fjölskyldan mín væri á leiðinni til Bandaríkjanna og ég þyrfi að fá visa. Ég veit nú ekki hversu erfitt er að komast að hjá þeim en maður verður víst alltaf að panta tíma með einhverjum fyrirvara en ég mátti koma til þeirra fyrir kl. 14. Ég hafði sem sagt 3 tíma til að fylla allt út, fara í bankann og borga, láta taka mynd af mér og fara í sendiráðið. Auðvitað tók ég leigubíl hvert sem ég fór og bað þá vinsamlegast að keyra eins hratt og þeir gætu. Svo hljóp ég um allt því ég mátti engan tíma missa.
Þegar ég kom í bankann voru 13 númer á undan mér og það var bara ein kona á kassanum. 10 mínútum síðar voru 10 númer í mig og var ég alveg að missa mig. Ég kallaði yfir bankann hvort það væri einhver með næsta númer sem væri til í að skipta við mig, ég væri jafnvel til í að borga viðkomandi 100 SEK. Augngoturnar sem ég fékk myndu kannski á öðrum tímum hafa böggað mig en ég hafði ekki tíma fyrir svoleiðis hégóma þarna. Enginn vildi skipta við mig enda reynir maður að forðast geðsjúklinga eins og pláguna í Svíþjóð. Enginn var með næsta númer svo ég hljóp að afgreiðsluborðinu í von um að ég fengi nú afgreiðslu þar sem það skiptir í raun ekki máli hvort ég sé með það númer eða ekki, enginn annar var með það númer. Ég veit ekki af hverju ég hélt virkilega að ég fengi afgreiðslu í Svíþjóð ef ég væri ekki með rétt númer, þó ég hafi reynt að segja afgreiðsludömunni mína hræðilegu sögu. Hvað eftir annað reyndi ég að spyrja afgreiðsludömuna hvort ég mætti ekki koma ef einhver var ekki með númerið og loksins sá hún aumur á mér þegar það voru 5 númer í mig.
Þá var komið að því að hlaupa í myndatöku. Mér var leiðbeint hingað og þangað en aldrei fann ég sjálfsala. Loksins fann ég búð sem tók passamyndir og var mér nokk sama hvernig hárið á mér leit út þegar myndin var tekin, bara að ég horfði fram, væri með hvítan bakgrunn og myndin yrði 5 x 5.
Í öllu fátinu hafði ég gleymt passanum mínum heima og þurfti þá fyrst að bruna þangað og síðan í sendiráðið. Ég mætti loksins í sendiráðið 13 mínútur í 14 og var alveg steinhissa að hafa tekist að gera allt fyrir tilsettan tíma. Konan, sem ég böggaði stöðugt með símhringinum þegar ég var að fylla út eyðublaðið á netinu, hafði ekki mikla trú á því að mér tækist þetta fyrir kl. 14 (þeir hleypa fólki ekki inn eftir kl. 14). Mér var hleypt inn og allt stemmdi meira að segja. Ég beið frá kl. 14 til 16 eftir passanum en því miður. Kerfið þeirra er stundum soldið hægt og fóru upplýsingarnar ekki í gegn. Ég gæti því mætt kl. 8 á mánudeginum og vonað að upplýsingarnar hefðu farið í gegn yfir helgina.
Ég var við það að fara að gráta allan daginn, vorkenndi Auði minni að þurfa að fara í 9 tíma flug með lítið barn með nánast allan farangurinn okkar. Sem betur fer hafði Jim (prófessorinn sem ég er að gera verkefnið hjá) boðist til að sækja okkur á flugvöllinn svo ég vissi að Auður þyrfti ekki að drösla töskunum langt. Og svo þyrfti greyið Aujan mín að vera ein alla helgina án húsgagna, í steikjandi hita í nýrri borg.
Loksins kl. 17 borðaði ég mat, McDonald’s. Ég þurfti að drífa mig heim til að bóka flugið mitt fram á mánudag, hringja í Jim og segja honum að hann þyrfti bara að ná í tvo ferðalanga, ekki þrjá og svo að hringja í þá sem við leigjum íbúðina af og gefa upp nafnið á Auði svo hún fengi nú lyklana. Þetta tók allt saman smá tíma en tókst á endanum og djöfull var ég fegin þegar ég heyrði í Auði í bandaríkjunum. Málið var að síminn hennar Auðar virkar ekki í bandaríkjunum og gat ég bara rétt talað við hana þegar hún var með Jim og þurfti svo að engjast alla helgina og vona að allt væri í lagi hjá þeim. Ég fékk eitt e-mail frá Auði á laugardeginum en gat ekkert talað við hana því það var ekki hægt að hringja út úr bandaríkjunum úr tíkallasímunum sem hún fann. Þetta var versti tími sem ég hef upplifað. Ég brást fjölskyldunni minni algjörlega með því að senda Auði og Önnu Eir aleinar til hættulegu bandaríkjanna og ég var ekki með til að vernda þær. Enda var ég á adrenalíntrippi alla helgina og stöðugt á klósettinu með skitu. Ég hef sjaldan talað eins oft við mömmu og pabba og Hauk, sem voru svo yndisleg að hringja í mig og hlusta á mig. Haukur hringdi nú reyndar til að hlæja að mér!!!
Helginni eyddi ég í að lesa í Neuroscience bók til að rifja upp áður en ég mætti á labið hjá Jim og á kvöldin horfði ég á Grey’s anatomy og House sem ég hafði fengið lánað á netinu.
Vaknaði kl. 6 á mánudeginum og var komin kl. 7:30 fyrir utan sendiráðið. Þar voru fyrir nokkrir í röð. Ég var á lista hjá vörðunum og átti því að geta komist inn. Mér var ekkert heilagt lengur, vildi bara geta komist með fluginu þennan dag til að hitta Auði og Önnu Eir og bað því fólkið á undan mér í röðinni að hleypa mér fyrst því ég þyrfti að ná flugi. Fólk er nú oft yndislegt ef maður bara spyr og auðvitað fékk ég að fara fremst í röðina.
Ég þurfti bara að bíða í korter eftir passanum mínum og var alveg yfir mig ánægð þegar ég sá þetta blessaða visa í passanum; rosa flott litaglatt blað með mynd af mér. Þá var það leigubíll á flugvöllin og var ég komin rúmlega 9 en flugvélin átti að fara 10:20, svo nógur tími. Loksins kom röðin að mér kl. 9:45. Ég var ekki í kerfinu. Ég sagði auðvitað að það stæðist ekki, ég hefði hring í flugfélagið á föstudeginum og þeir hefðu umbókað flugið mitt fram á mánudaginn. Ég fannst í öðru kerfi, var sem sagt með bókun en var ekki í check-in kerfinu þeirra sem þýddi að það væri ekki hægt að checka mig inn. Þetta leystist ekki fyrr en kl. 10:10 og hefði ég hugsanlega misst af fluginu ef það hefði ekki verið seinkun.
Þvílíkur léttir sem það var að vera kominn í flugvélina, þó ég þyrfti að hírast í miðjusæti með lítið blóðflæði til lappanna allt flugið þá var ég svo yfir mig ánægð að vera loksins á leiðinni yfir Atlantshafið og létti ekki adrenalíninu fyrr en ég hitti stelpurnar mínar á flugvellinum.
Eins og Auður nefndi þá fórum við beint af flugvellinum í IKEA og keyptum fullt af innbúi enda íbúðin tóm.
Húsgögin fengum daginn eftir og var kærkomið fyrir stelpurnar að hafa rúm að sofa í. Næstu daga dunduðum við okkar að skrúfa eitt og annað saman, fórum tvisvar í viðbót í IKEA til að kaupa eitthvað sem við gleymdum, keyptum okkur örbylgjuofn og loftræstiapparat. Núna lítur íbúðin okkar sæmilega út og miklu munar að hafa loftræstikerfi. Reyndar keyptum við eitt notað á $60 sem er í stofunni og er alveg rosalega góð, nær að kæla alla stofuna og eldhúsið en er örlítið hávær. Þessi sem ég keypti, glæný á $130 kælir nánast ekki einu sinni svefnherbergið. Maður þarf kannski að vita eitthvað smá um loftkælingu áður en maður hleypur út kaupir eitt stykki.
Við höfum það allavega nokkuð gott núna, fáum nettengingu á morgun og getum þá spjallað við ykkur á Skype. Erum búnar að fara einu sinni á KFC og ég er búin að borða nokkrum sinnum donuts. Hérna er alveg ótrúlega góður “fast food” sem er uppáhalds maturinn minn.

Skrifum meira bráðlega,
ástarkveðjur,
EmelíaEs. Ég ræddi við Auði um umræddan dónaskap minn í gær og hún sagði að hún hefði bara verið að djóka, alveg eins og einhverjum væri meinað að fara til Bandaríkjanna vegan dónaskaps við flugvallarstarfsmennina. Henni fannst samt að stuðningurinn sem ég fékk frá fólki sýndi að fólki finndist ég vera dónaleg en ég vil ekki trúa því.
Þá er þetta komið á hreint (ein með áráttu)!


laugardagur, júní 09, 2007
 
Sjitt franskar kartöflur eins og sviarnir segja. Thetta er nu meira kludrid. Emeliu var sumse neitad um ad fara um bord i flugvelina a fostudaginn af thvi ad hun var med donaskap. Thar ad auki var vegabrefsaritunin sem hun helt ad hun vaeri med enginn vegabrefsaritun heldur svona ”thu hefur uppfyllt oll skilyrdi til ad fa vegabrefsaritun. Emelia er ad fara ad vinna og thvi thurfti hun aritun en vid Anna forum sem turistar. Vid Anna Eir urdum thvi ad fara einar i flugvelina yfir atlandshafid, 9 klst flug og afar oskemmtilegt. US airways flugthjonar eru ekki naerri eins godir vid barnafolk og SAS eda Iceland air flugthjonar og their neitudu ad hjalpa mer ad finna laust saeti til ad hafa fyrir onnu eir. Fifl. Anna Eir var afar stilt naestum alla leid, hun grenjadi bara ca. Sidasta halftimann.
Professorinn hennar emeliu kom sidan og sotti okkur a flugvollinn, ekkert sma godur og keyrdi okkur i GALtomu ibudina okkar. Vagninn hennar Önnu var skilin eftir i stokkholmi og eg fekk lelegustu kerru markadarins ad lani thar til hann skiladi ser Aumingja anna eir var daudthreytt en var samt dregin ut i bud i kerrunni omurlegu i manndrapshita svo vid fengjum eitthvad ad borda. Hun orgadi eins og stunginn gris a leidinni heim svo eg thurfti ad halda a henni, rifnum pappirspoka og styra kerruni alla leidina heim (4 blocks) Vid svafum sidan a fatahrugu og ouppblasinni vindsaeng thar sem vid vorum bara med rafmagnspumpu og USA verdur ad vera ödruvisi med allt, lika rafmagn, svo vid gatum ekki pumpad. Thad var hart.

A laugardagsmorgun voknudum vid klukkan 3 og fengum okkur braud. Tha saum vid fyrsta kakkalakkan sem reyndi ad gaeda ser a braudinu sem eg setti ekki aftur i pokann. Franskar, hvad hann var ógó. Ég kikti inn i einn skapinn og sa tha annan kakkalakka en hann var daudur greyid. Thridji sast sidan i badkarinu lika daudur. Vid uppgotvudum lika ymislegt sem okkur vantadi ur ferdatosku emeliu s.s. skeidar, barnagraut, tölvu, sima, tannbursta, svito, regngalla o.fl. Thad var afar heitt lika thennan dag eftir ad hafa mer til mikillar gledi fundid 4 tikallasima sem ekki virkudu og atu ca. 2 dollar fra mer roltum vid nidur i bae. Thad var skitlangt, (25 blocks) en vid fundum loks tikallasima sem vid gatum hringt ur til ad spyrja um vagninn hennar Önnu. Audvitad var ekki haegt ad hringja til utlanda, ekki einu sinni thegar eg var buin ad finna ut ad thad er 011 ut ur USA en ekki 00. Aftur 2 dollarar etnir. En sem betur fer fundum vid netkaffi thar sem vid gatum latid emeliu vita ad ekki vaeri buid ad kala okkur i drive by shooting enn.
Um kvöldid sofnudum vid badar um 8 ad stadartima en eg var fljotlega vakinn vid ad eitthvad skreid eftir upphandleggnum a mer. Var tha ekki kominn 4 varanlegi ibui ibudarinnar Silfurskotta Pöddudottir. Arg! Var fljot ad drepa kivkindid en gat ekki sofnad tvhi ad eg var svo hraedd um ad fleiri kaemu ad skrida a okkur. Hand (munn) bles i vindsangina og byggdi rum ur ferdatoskum. Fyrir ykkur sem erud ad paela i ad blasa sjalf i vindsaengina ykkar get eg sagt ad thad tekur rumlega einn og halfan tima. Anna eir svaf sidan thvilikt illa a heimatilbuna ruminu thannig ad eg svaf naestum ekkert thessa nott.

Vid tokum ollu bara rolega a sunnudaginn, bordudum a macdonalds og uti a gotu thvi vid vorum ekki med neinn barnastol fyrir onnu eir og hun hleypur um allt med mat (aka kakkalakka adladara) ef hun situr ekki. A manudag fengum vid svo godu frettirnar ad Emelia kaemi eftir hadegi og vid gaetum fengid husgogn, internet, barnastol og onnur nutimathaegindi.
Vid tokum a moti henni a flugvellinum og fengum vagninn aftur sem betur fer. Forum beint med straeto til IKEA og keyptum heilt innbu (mun odyrara en ad leigja) en gleymdum audvitad ad kaupa barnastol sem okkur vantadi mest a eftir rumi. Thegar vid komum loksins heim kl 21:30 vorum vid allar ad drepast ur threytu en svafum mjog vel, loksins sameinadar.