Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
þriðjudagur, júní 26, 2007
Nú lá netið okkar niðri um helgina þannig að við gátum ekkert bloggað eða talað á skype. Á laugardaginn fórum við að skoða “laugardal” philadelphia, fairmount park. Sáum m.a. eldgamla vatnshreinsistöð en allt lífríki í Schulkyll ánni hérna drapst átjánhundruð og eitthvað lítið og kom ekki aftur fyrr en þeir byrjuðu að hreinsa vatnið rétt fyrir aldamótin 1900. Borðuðum á rosa fínum veitingastað í þessari vatnsstöð. Laugardalurinn þeirra var nú frekar skrýtinn, með rosa stórri götu í miðjunni og þvílíkum bílahávaða. Auðvita var verið að fjarlæga tré og gras til að koma fyrir fleiri bílastæðum. Við sáum líka svona little league game þar sem pínulitlir gríslingar voru að spila í búningum og öllu. Þá erum við búnar að sjá base ball leik og eigum skv. prófessornum hennar emelíu að skilja amerískt samfélag eftir það. Á fimmtudaginn hittum við Kristínu sem var með okkur í HÍ. Hún var rosa hress, nýbúin að gifta sig og allt og við ætlum að bjóða henni bráðum í mat. Vona henni sé sama um að deila með kakkalökkunum. Eins og sumir vita er myndavélin okkar horfin og var Anna Eir grunuð um að hafa hent henni í ruslafötuna. Nýjar vísbendingar benda þó til þess að hún sé saklaus því snúran til að færa myndirnar yfir í tölvuna er líka horfin. Nú liggja því tveir aðrir undir grun a) Auja mamma sem er þekkt fyrir að taka mikilvæga og verðmæta hluti og setja þá á s.k. vísan stað þar sem enginn finnur þá aftur, og allra síst hún sjálf. Mömmurnar eru hins vegar búnar að leita út um allt í íbúðinni og myndavélin finnst ekki. b)Bandarískur Þjófur sem læddist hérna inn og tók myndavélina og snúrna en lét ferðatölvuna, webcam myndavélina videovélina og allt annað verðmætt, vera. Þessi þjófur vinnur í húsinu og hefur lykla að íbúðinni og vildi ekki að það væri augljóst að hann hefði brotist inn og stolið 4 megapixla canon Ixus án hleðslutækis sem ný kostar 120 dollara (7.500 ISK) með hleðslutæki. |