Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, júlí 01, 2007
 
Þegar við hittum Kristínu Ingvars um daginn þá spurði Auður hvort við gætum farið og skoðað Amish fólkið. Ég var örlítið hissa á þessari spurningu frá Auði, þetta væri frekar eitthvað sem ég myndi segja. Það er ábyggilega soldið gaman að fara og sjá hvar Amish fólkið býr og allt það en sem betur fer þurfum við nú ekki að fara langt til að svala forvitni okkar að hluta. Við fórum á rosalega fínan markað í gær þar sem er seldur alls konar matur, bæði tilbúinn og ferskur. Að því tilefni keyptum við okkur fisk í þriðja skiptið og ætlaði ég nú að láta fiskiævintýrið okkar gott heita ef hann væri ekki góður. Fiskurinn var nýr og góður á bragðið en aðalatriðið var nú samt allt Amish fólkið sem við sáum á markaðinum. Þarna er Amish með fullt af básum þar sem þau selja kjöt og brauð sem þau gera sjálf og svo var einn bás þar sem þau elduðu mat á staðnum. Það er ekki eins og þetta fólk eigi það nú skilið að það sé glápt á það eins og dýr í búri, þau eru afar snyrtileg í fínum gamaldags fötum eins og maður hefur bara séð á og í myndum. Samt var gaman að sjá Amish fólkið og hafði ég strax meiri trú á að allt í borðinu þeirra væri betra og hreinna en allra annarra á markaðinum. Ég ætla að fara einhvern tímann aftur á markaðinn og kaupa eitthvað af Amish fólkinu.

Við höfum sem sagt tvisvar áður keypt fisk hérna og eldað. Ég reyni af og til af veikum mætti að fá stelpurnar mínar til að borða físk því hann er hollur og góður en það er bara einn hængur á, ég verð að elda hann ef ég vil að hann sé á borðum og verður hann aldrei eins góður og mig langar. Í bæði þessi skipti var fiskurinn eitthvað skrýtinn á bragðið og var það ekki útaf eldamennskunni minni. Í fyrra skiptið lyktaði ég af fiskinum. Umm, fersk og góð fiskilykt og varð ég því fyrir miklum vonbrigðum þegar við fundum myglubragð af honum. Anna Eir borðaði myglufiskinn með bestu lyst (létum hana ekki borða meira eftir að við föttuðum að það var myglubragð af honum) en vildi hins vegar ekki smakka góða þorskinn í gær.
Seinna skiptið keyptum við fisk í finni búð en varð ég vonsvikin þegar ég fann kæsta lykt af fiskinum. Fiskurinn var með frekar staðbundið kæst bragð svo við gátum borðað hluta af honum en hentum hinum hlutanum. Þennan fisk borðaði litla prinsessan líka.
Ég ætla því ekki að hafa áhyggjur af eldamennskunni minni héðan í frá :)