Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
sunnudagur, júlí 15, 2007
Ég var að enda við að drepa fyrsta kakkalakkann minn í íbúðinni okkar. Ég elti hann um stofuna og lamdi hann margoft með tómri jógúrtdós þar til að hann hvarf. Ég hélt að hann hefði komist undan en þá lá hann bara kraminn og hreyfingarlaus á eldhúsgólfinu. Hann fékk útför að hætti sjómanna. Ég fór í all rosalega verslunarferð í dag. Ég fór í The Gallery til að skipta íþróttapeysunni, sem Auður og Anna Eir gáfu mér, í stærra númer. Ég fríkaði smá út í þessu molli, þræddi búðirnar en það sem meira er þá keypti ég alveg helling. Við höfum nokkrum sinnum farið í moll hérna í Philadelphia en ekki gefist kostur að versla mikið eða lengi því Anna Eir dregur soldið úr okkur orkuna. Dagurinn í dag og á morgun (já, ég ætla aftur á morgun) eru því kjörnir til að versla. Ég fór beint úr mollinu með alla pokana í bíó. Ég var fyrir löngu búin að ákveða að fara í bíó í dag en varð soldið vonsvikin þegar þeir voru hættir að sýna Ocean’s thirteen og ekki byrjaðir að sýna Hairspray eða Bourne sem varð til þess að ég sá teiknimyndina Ratatouille. Myndin var fín með glettnum köflum eins og teiknimyndir eru oft því það verður að höfða til fullorðna fólksins svo það nenni að fara með krökkunum sínum í bíó. Ég keypti mér skó í New York um daginn í annarri af búðunum sem við fórum inn í þá helgina. Búðin var með hrikalega hárri rappmúsík og einungis svörtu afgreiðslufólki. Ég var svo sem ekkert hissa á því, höfum oft séð hversu undarlega skipt þjóðfélag þetta er. Ég fékk afgreiðslu af einhverri stúlku sem náði í alla skóna fyrir mig en hvarf svo. Ég ákvað svo að kaupa eitt parið og var að leggja af stað að afgreiðsluborðinu þegar einn strákanna sem vann þarna spurði mig hvort hann gæti aðstoðað mig. Ég sagði eins og var að ég ætlaði að taka eitt parið. Hann spurði þá hver hefði aðstoðað mig. Ég: "Einhver stúlka." Hann: "Einhver stúlka?" Ég: "Já, einhver stúlka." Hann: "Hvernig leit hún út?" Ég: "Hvernig leit hún út?". Þarna stóð ég eins og álfur og glápti á strákinn því hann vissi ekki að hann hafði rambað á mig sem get ekki lýst fólki því ég man einfaldlega ekki hvernig það leit út og hvaða máli skipti það svo hvernig hún leit út. Ég ákvað að vera rosalega fyndin, hallaði mér soldið að stráknum og sagði með örlítið lægri röddu eins og það væri hálfgert leyndarmál: "Svört". Allt afgreiðslufólkið í búðinni var svart svo mér fannst augljóst að þetta væri fyndin en gagnslaus vísbending. Honum stökk ekki bros á vör. Hann: "Hvernig hár var hún með". Ég meina það, var drengurinn ekki búinn að átta sig á við hvers konar manneskju hann var að tala. Nú auðvitað varð ég að svara því eina sem ég vissi aftur: "Ehh, svart". Honum fannst þetta ekki heldur fyndið og hélt áfram að spyrja mig. Hann: "Var það sítt eða stutt". Ég: "Ekki hugmynd". Hann: "Miðlungssítt". Ég: "Ekki hugmynd". "Ég tek yfirleitt ekki eftir fólki þannig séð". Ég var orðin leið á þessum spurningum og antíhúmorista og ætlaði að fara en stóðst ekki freistinguna að spyrja hann af hverju hann vildi vita hver hefði aðstoðað mig. Mig grunaði kannski að fólkið fengi einhverja prósentu ef viðskiptavinurinn keypti það sem þeir hefðu sótt fyrir þá. Hann: "Hún á að setja skóna (sem ég keypti ekki) á sinn stað". Ég meina, kommon. Í stað þess að drattast með skóna sjálfur eða spyrja sjálfur fólkið sem hann vann með hver hefði aðstoðað mig þá stendur hann í þriðju gráðu yfirheyrslu á viðskiptavini. Þegar ég fór í bíó í gær þá rétti ég stúlku miðann minn inni í bíósalnum. Þessi stúlka, sem var svört, hefur það að atvinnu að fylgja fólki til sætis. Hún tók við miðanum mínum, horfði á mig og sagði: "Varst þú ekki hérna áðan". Ég svaraði auðvitað bara kurteisislega: "Nei", en langaði meira að segja: "Það hlýtur að hafa verið einhver önnur hvít kona!". Kannski lítur hvítt fólk allt eins út fyrir svörtum eða þessi stúlka er jafn ómannglögg og ég. Hún hefur allavega myrkrið í bíósalnum sér til varnar. |