Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júlí 30, 2007
 
Seinustu mínúturnar er ég búin að vera að skemmta mér yfir að skoða myndir frá pabba sem hann sendi mér áðan. Það var nefnilega ættarmót Vorsabæjarættarinnar um helgina en sú ætt var eitt sinn voldug á Skeiðunum. Eins og vanalega þá missum við af öllu fjörinu á Íslandi og því voru myndirnar kærkomnar. Ég vona að nýja nefndin standi við það að næsta ættarmót verði eftir 3 ár en seinasta mót var fyrir 12 árum sem er allt of langur tími.
Inga föðursystir mín hefur verið ótrúlega dugleg við að setja upp síðu með niðjatali langafa og langömmu ef þið viljið kíkja.

Í gær fórum við allar þrjár í dýragarðinn. Þar sá ég nú fullt af dýrum sem ég hef ekki séð áður en mér þykir nú alltaf soldið gaman að fara í dýragarða, jafnvel bara til að sjá venjuleg húsdýr, en auðvitað er sérstaklega gaman að sýna Önnu Eir öll dýrin. Hitinn var hins vegar alveg að drepa okkur og svitnuðum við alveg eins og grísir. Hvernig fer þetta fólk að því að búa hérna hvert einasta sumar.

Ég kláraði seinustu Harry Potter bókina í vikunni og Auður er alveg að vera búin með hana. Ég rek hana í að lesa við hvert tækifæri sem gefst því ég verð að fá bókina út úr systeminu, verð að fá að tala um hana. Þessi bók var sú lang skemmtilegasta í seríunni, ótrúlega spennandi með fjölmörgum flækjum. Það sem er svo skemmtilegt við bækurnar er að þær eru planaðar frá byrjun til enda, þ.e. afleiðingar einhverra atvika í fyrri bókunum koma oft fram í síðari bókum, fátt gerist alveg óvart. Ekki skemmir fyrir að maður fær svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í eftir lestur sjöttu bókarinnar. Þetta er allt og sumt sem ég mun tjá mig opinberlega um Harry Potter þar sem ég vil ekki spilla fyrir ykkur hinum sem hafið ekki lesið sjöundu bókina. Og þið sem hafið ekki lesið eina einustu Potter bók eða þið sem hafið lesið eina og gáfust svo upp (Byddí!!!), þið eruð algjörir bjálfar og mæli ég eindregið með að þið lesið afganginn.
Uppáhalds karakterinn minn er Severus Snape. Hann er æðislegur í bókunum en ég féll alveg kylliflöt fyrir honum í fyrstu myndinni, Alan Rickman er ótrúlega sannfærandi sem Snape. Ég fæ næstum því gæsahúð að hugsa um hann.