Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
þriðjudagur, júlí 10, 2007
Við fórum sem sagt til New York borgar (NYC) á föstudaginn og komum til baka á sunnudeginum. Lestarferðin til NYC tók 3 tíma og skiptum við þrisvar um lest en lestarferðin til baka tók bara 1.5 tíma og þurftum við aldrei að skipta enda var sú ferð rúmlega þrisvar sinnum dýrari en við létum það eftir þreyttum ferðalöngunum. Kristín Ingvars, sem er okkar “insider” hér í Bandaríkjunum, benti okkur á best væri að fá sér hótel í New Jersey borg því hótelin í New York væru svo skítug. Við erum fínar konur og gerðum því eins og Kristín sagði og urðum sko ekki fyrir vonbrigðum. Hótelið var alveg æði, herbergið var rosalega hreint og fínt með stærsta örbylgjuofni sem ég hef séð, ísskáp, hellum og sjónvarpi. Hótelið heitir Candelwood Suites og mælum við eindregið með því. Föstudagurinn fór bara í að koma okkur á hótelið, svæfa Önnu Eir, fá okkur að borða og ná í strætómiðana okkar. Við keyptum okkur nefnilega 48 tíma strætómiða með leiðsögumanni um NYC. Í New York vorum við spurðar til vegar og gátum við leiðbeint viðkomandi. Við lítum greinilega út fyrir að vera heimsborgarar. Þegar við náðum í strætómiðana hittum við leiðsögumann sem vildi endilega vita hvaðan við vorum. Hann var Bandarískur að ég held en fór með á staðnum nokkrar línur á íslensku úr júróvisjónlaginu sem Daníel Ágúst söng fyrir okkar hönd fyrir allmörgum árum. Framburðurinn var alveg magnað góður. Hann sagðist ekki kunna íslensku en kynni sænsku og töluðum við því restina á sænsku sem hann var helvíti góður í. Sumir eru greinilega með meðfædda tungumálahæfileika. Laugardaginn og sunnudaginn ferðuðumst við um NYC í strætó eins og barnið leyfði en mikill tími fór í að gefa Önnu Eir að borða og láta hana sofa lúrinn sinn. Við ætluðum að sigla að Frelsistyttunni og skoða hana eitt skipti fyrir öll en hættum snarlega við þegar við sáum röðina. Ég hef aldrei séð eins langa röð og áætlaður tími í henni var 1 klst og 15 mín. Við létum okkur því nægja að horfa á Frelsisstyttuna frá höfninni. Í staðinn fórum við upp í Empire State bygginguna alla leið upp á 86. hæð (320 m) og horfðum yfir New York. Það er alveg frábært útsýni þaðan og mjög skemmtilegt að geta kíkt aðeins yfir fyrst við höfðum ekki tíma til að skoða meira en Manhattan. Við gáfum okkur smá tíma til að slaka á, fórum í picnic í Central park og svaf Anna Eir lúrinn sinn þar. Það er alveg þess virði að fara til NYC og sjá með eigin augum mannmergðina, alla leigubílana og húsin. Við erum allavega til í að fara aftur en helst barnlausar svo það sé hægt að slaka svolítið meira á, versla og dunda sér. |