Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
föstudagur, mars 02, 2007
Ég á afmæli í dag! jibbbíííí´! Ég er eins árs. Auja mamma er 30x eldri en ég, amma á brekkulæk er 50x eldri en ég og Hrefna langamma er 86x eldir en ég. Vá. Auju mömmu finnst þetta ekkert fyndið. Krakkarnir í öppna förskolan sungu fyrir mig í morgun afmælissöngin á sænsku og þau óskuðu þess að ég yrði hundrað ára. Það er sko mikið. Amma og Afi í kópavogi hringdu í mig eldsnemma í morgun og óskuðu mér til hamingu. Mér fannst rosa gaman að tala við þau eins og venjulega og sendi þeim fingurkoss sem er eitt af nýju trikkunum mínum. Í gær fórum við í búðina til að versla fyrir skíðaferðina sem við förum í á sunnudaginn. Það tók rosalega langan tíma og ég fékk að borða kæfubrauð í búðinni. Svo labbaði ég rosa langt í nýju kuldaskónum mínum og studdi mig við körfuna með öllum matnum í. Annars er ég búin að vera veik í vikunni og við höfum ekki gert neitt sérstakt síðan sjúklingarnir okkar, amma og afi á brekkulæk, fóru. miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Nú eru amma og afi á brekkulæk farin heim aftur. Það var æðislega gaman að hafa þau en því miður varð afi veikur á sunnudaginn og honum var ekki batnað í gær. Ég varð líka veik á sunnudaginn, ældi smá og fékk drullu en nú er ég að lagast. Á laugardaginn héldum við upp á afmælið mitt. Það var svaka stuð og fullt af krökkum þám 2 aðrir ofnæmisgemsar eins og ég þannig að mömmurnar mínar og amma gerðu fullt af eggja-, mjólkur og hnetufríum afmælismat. Ég fékk rosa marga pakka en mér þóttu kortin á pökkunum meira spennandi en innihaldið. Ég fékk kjól, dupló, trommusnigill, svínabelju sem syngur, bækur, skó, geisladisk, fingraliti, kubba, bol og pening. Á mánudaginn saumuðu amma og Auja mamma gardínur í herbergið mitt. Þær eru algjört æði, með ljónum, öpum, sebrahestum og gíröffum á. Ég hermi eftir apanum og ljóninu þegar ég kem inn í herbergið mitt. Nú er líka rosa dimmt í herberginu mínu þegar ég legg mig þar á daginn. Auja mamma ætlar að setja inn nokkrar myndir á eftir. |