Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, apríl 25, 2007
 
Nokkrar myndir frá Eiríki úr heimsókn hans og Huldu. Fleiri myndir síðar


mánudagur, apríl 23, 2007
 
Í morgun reyndi ég að fara með Auju mömmu í öppna förskolan en hann var lokaður. Við róluðum okkur smá í staðinn og fórum síðan heim. Eftir að ég var búin að leggja mig fór ég með Auju mömmu í mörby centrum og verslaði smá, m.a. afmælisgjöf handa Valtý vini mínum en hann verður fjögurra ára á morgun, og síðan fór ég í sund með Emó mömmu. Þar æfði ég mig að kafa á botninn á sundlauginni og sækja dót. Ég er ýkt dugleg!


sunnudagur, apríl 22, 2007
 
Í morgun fóru amma og afi í Kópavogi heim. Það var mjög gaman hjá okkur, við vorum alltaf að leika okkur og gera eitthvað skemmtilegt. Ömmu og afa fannst ég orðin ægilega stór og dugleg enda fer mér fram á hverjum degi. Ég er farin að segja fullt af orðum, þau eru farin að nálgast 10 og ég skil alveg ofsalega mikið. Ég fór með ömmu og afa á skansen og reyndi að ganga frá þeim eins og síðustu gestum með rosalegu labbi. Þeim fannst samt rosa gaman að sjá dýrin og svoleiðis. Bráðum fáum við myndir frá þeim sem við getum sett á netið.

Annars erum við búnar að fá íbúð í Philadelphia, 2ja herbergi nálægt háskólanum sem Emó mamma verður að vinna í. Við förum 1. júní og viljum endilega fá heimsóknir þangað.