Svíþjóðarferð  | 
|
| 
 
	Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins. 
	
	
 
 
 Ýmislegt 
 Linkar 
  | 
	
	
    	 fimmtudagur, maí 24, 2007 
   	
	Á sunnudaginn var mér batnað af veikinni minni og Arnar Smári og Haukur Freyr komu í heimsókn til mín. Þeir voru höfðu verið á skansen með mömmu sinni og pabba. Mömmurnar mínar bökuðu vöfflur en ég mátti ekki fá því þær voru með eggjum og mjólk. Ég var öll út í útbrotum á laugardaginn og mömmurnar mínar halda að ég sé kannski með ofnæmi fyrir tómötum líka. Þannig að núna má ég ekki borða neitt með mjólk, eggjum eða tómötum á meðan þær eru að prófa þetta. Í gær fór ég og sótti rosa fínana pakka frá ömmu og afa í kópavogi með fullt af fötum handa mér og nammi handa mömmum mínum. Fötin eru dálítið stór en nú ætla ég bráðum að vera dugleg að borða svo ég stækki í fötin. mömmurnar átu næstum allt nammið í gær, þær voru svo gráðugar.  |