Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
laugardagur, ágúst 18, 2007
Einar Elí fór til Íslands í gær hlaðinn wakeboarddóti fyrir vin sinn. Ég vona að hann hafi komist í gegnum tollinn með þetta allt saman. Takk fyrir skemmtilegan tíma í Ameríku, Einar, það var rosa fínt að hafa þig. Stelpurnar mína fóru líka í gær. Aujan mín er búin að vera að pakka í tvo daga. Ég náði í allt sem hún átti að taka með og hún pakkaði því niður á sinn einstaka hátt (hún kemur öllu fyrir sem hún ætlar sér að taka!). Við Anna Eir fórum með lestinni á flugvöllinn (því það er enginn barnastóll í leigubílum) en Auður tók leigubíl með allar töskurnar og barnavagninn. Mér þótti auðvitað ósköp leiðinlegt að skilja við þær og var því rosalega fegin að heyra í þeim kl. 5 í morgun þegar þær voru komnar í sænsku íbúðina okkar. Anna Eir svaf allan tímann í fluvélinni, 8 klst og 20 mín, og einhver stúlka var svo almennileg að færa sig svo þær Auður fengu tvö sæti. Ferðin heim gékk því mun betur en hingað. Auður og Anna Eir fara svo til Íslands á mánudagsmorgun. Verið því tilbúin með þumalinn á gsm-unum ykkar. Já, og það hefur enn eitt barnið bæst við. Hún Ásdís Rún Hrannar og Georgsdóttir fæddist á þriðjudaginn. Til hamingju öll sömul. Svo vil ég nú bara segja ykkur frá yndislegu fjölskyldunni minni. Pabbi sá aumur á mér eftir seinasta bloggið mitt þar sem ég tók fram að ég kæmi 2. sept og enginn væri búinn að bjóðast til að sækja mig. Fékk e-mail í morgun þar sem í stóð: "Gerðu ráð fyrir því að það verði mættur trukkur að sækja þig á Keflavíkurflugvöll kl. 17.00 - 2. september – pappi". Já, svona er ég nú heppin. miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Plön Íslandsferðarinnar 20. ágúst (mán): Auður og Anna Eir lenda á Keflavíkurflugvelli kl. 08:45. Foreldrar Emelíu sækja þær. 20. – 22. (mán-mið): Auður og Anna Eir gista hjá mömmu Auðar og Þorvarði. 22. (mið): Auður, Anna Eir og Hrefna amma bruna upp í sumarbústað Heiðrúnar og pabba Auðar. 25. (lau): Auður og Anna Eir fara á ættarmót hjá fjölskyldunni hennar Auðar ömmu. 29. – 30. (mið-fim): Auður og Anna Eir fara austur í heimsóknir. Gististaður óákveðinn. 2. sept (sun): Emelía lendir á Keflavíkurflugvelli kl. 17:00. Það hefur enn ekki verið rifist mikið um að sækja hana :) 3. -10. (mán-mán): Bækistöðvar okkar verða Álfhólsvegurinn. 8. (lau): Stórafmæli Auðar. 9. (sun): Verðum staddar í skírn hjá KötuogAradóttur á heimili mömmu Auðar og Þorvarðar. 10. (mán): Við höldum allar þrjár saman heim til Svíþjóðar kl. 09.25. Við minnum á íslenska gsm símanúmerið okkar, 663 86 32. Við viljum endilega hitta ykkur sem fyrst svo verið ekki feimin við að hringja í okkur. Afmæli Auðar Aujan mín verður þrítug 15. september og verður haldið upp á það 8. september heima hjá mömmu hennar og Þorvarði á Brekkulæk 4 í Reykjavík. Við stöndum ekki í því að senda út boðskort eða hringja í alla, þetta verður bara eins og í fyrra varðandi mitt afmæli, ef við þekkjum þig og þú hefur áhuga á að koma þá bara mætirðu. Það verður bara kaffiboð, sem byrjar kl. 15, en ekkert partý. Við Auður erum samt að sjálfsögðu tilbúnar að kíkja út á lífið með þeim sem vilja og hafa Sigga og Gilli partýdýr þegar skráð sig á listann. Ég sagði “bara kaffiboð” en það verða samt auðvitað rosalega góðar veitingar í boði. Við viljum auðvitað sjá sem flesta svo láttu ekki standa á þér! þriðjudagur, ágúst 14, 2007
Núna eru bara 6 dagar þar til Anna Eir og Auður fara til Íslands og bara 3 dagar þar til þær fara frá mér. Það verður ábyggilega hundleiðinlegt að hanga ein hérna. Í dag var tveggja ára brúðkaupsafmæli okkar Auðar. Við fórum ekki út að borða, maður nær ekki beint að slaka á með Önnu Eir. Í staðinn bjó Auður til góðan mat handa okkur hinum. Anna móðursystir mín kom í heimsókn til okkar seinasta sunnudag. Hún var stödd í New York með Andra, Lindu og Karen, og skrapp yfir til okkar. Við röltum aðeins um bæinn og versluðum auðvitað og svo náðum við að pranga 19 kg ferðatösku inn á Önnu, allt dót sem hefði hvort eð er þurft að fara til Íslands. Þetta bjargaði okkur alveg því við erum búnar að kaupa slatta af fötum hérna. Takk kærlega fyrir komuna Anna, það var æði að fá þig! Á laugardaginn fórum við Auður og Anna Eir með Kristínu í verslunarmiðstöð í New Jersey City. Alltaf gaman að skoða nýjar búðir, þrátt fyrir að þetta séu svo sem sömu verslunarkeðjurnar út um allt og alltaf sér maður eitthvað nýtt að kaupa. Við getum hins vegar ekki keypt mikið meira held ég, án þess að vera með yfirvikt í flugvélina. Angel eldaði síðan ofsalega góðan fiskirétt handa okkur með túnfiski, sverðfiski og hákarli; allt svona fiskitegundir með kjötáferð. Ég ætla einhvern tímann að reyna að elda þetta. Á sunnudaginn leigðum við okkur öll saman bíl (Einar líka) og keyrðum til Washington borgar. Þar sem það tók okkur rúma 2 tíma að keyra þangað og 3.5 tíma til baka (lentum í umferðarteppu) án stoppa þá eyddum við nú litlum tíma í borginni sjálfri. Við keyrðum framhjá þinghúsinu, löbbuðum hjá hvíta húsinu og kíktum á steinturninn (Washington minnismerkið) og fleira sem var fyrir neðan hvíta húsið. Meiri tíma höfðum við ekki en þetta var alveg nóg fyrir okkur. Það var steikjandi hiti og því vorum við öll fegin að fara heim, það er bara soldið sport að hafa komið til höfuðborgarinnar. Það var reyndar frekar kúl að þrjár herflugvélar flugu beint yfir hausnum á okkur þegar við vorum hjá steinturninum. Þær stefndu allar á hvíta húsið en fyrstu tvær flugu síðan í sitthvora áttina. Sú þriðja lenti í garðinum í hvíta húsinu. Forsetinn hefur að öllum líkindum verið að koma heim. Við vorum svo agndofa yfir þessu að við gleymdum að taka videó af forsetaþyrlunni. Þið verðið því bara að trúa okkur. |