Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
mánudagur, október 15, 2007
Þegar við komum heim til Stokkhólms frá Íslandi byrjaði Auður að vinna en ég var heima í sumarfríi með Önnu Eir því hún var í aðlögun í leikskólanum. Það tók Önnu Eir langan tíma að aðlagast og varð hún algjörlega trítilóð þegar ég skildi hana eftir fyrstu skiptin. Núna byrjar hún oft að mótmæla þegar hún fattar að við erum að fara á leikskólann og fer að hágráta þegar við erum komnar á staðinn en þegar við erum farnar þá gengur voða vel segja kennararnir. Anna Eir hætti að nota bleiju á nóttunni fyrir rúmum tveimur vikum. Bleijan hafði verið þurr í heila viku á undan og ákváðum við þá bara að hætta þessu, hún er aldrei með bleiju heima og pissa og kúkar bara í koppinn sinn sem henni finnst voðalegt sport enda er henni hrósað í hástert. Núna pissar hún áður en hún fer að sofa og þegar hún vaknar, ekkert mál (yfirleitt allavega, það hafa komið fyrir slys). Meira að segja kallaði hún á Auði um daginn og sagðist þurfa að pissa, um miðja nótt!!!! Og hún á orðið litlar sætar nærbuxur, rosa stór stelpa. Þórir kom í heimsókn til okkar 21. sept og var fram á 24. á þrítugsafmælisdaginn sinn. Á daginn sýndum við honum soldið Stokkhólm því þetta var fyrsta skiptið sem hann var í Svíþjóð og á kvöldi spiluðum við Sequence. Mér fannst nú eins og Þórir og Auður ynnu saman gegn mér, eyðulögðu bæði mínar raðir en ekki hjá hvoru öðru. Takk kærlega fyrir komuna Þórir. Anna tengdó kom í heimsókn til okkar 28. sept til að passa Önnu Eir á laugardeginum því við Auður vorum boðnar í brúðkaup hjá Sue-Li og Tobbe vinnufélögum Auðar. Anna Eir og amma hennar dunduðu sér á laugardeginum og spurði Anna Eir aldrei um okkur, algjörlega sátt við að vera í pössun hjá ömmu. Við fórum aðeins í bæinn í búðarráp á sunnudeginum enda Anna Kristín alveg ný manneskja eftir fótsnyrtinguna sem ég veitti henni. Nú vil ég segja ykkur sögu af einstaklega bíræfnum gesti. Mín yndislega tengdamóðir hafði gleymt tannburstanum sínum á Íslandi og ætlaði að kaupa sér nýjan en ég bauð henni að fá svokallað gestatannbursta. Við reynum að eiga auka tannbursta ef ske kynni að gestina okkar vantaði, þetta er ávallt nýr tannbursti og ekki sá sami sem við bjóðum öðrum gestum :) Hún samþykkti þetta og gékk allt vel þar til hún fór heim. Þá tók ég eftir því að minn tannbursti var horfinn en gestatannburstinn var eftir. Þar sem við áttum ekki fleiri auka tannbursta neyddist ég auðvitað til að nota gestatannburstann sem tengdamóður minni hafði verið gefinn og áttaði ég mig strax á því að þar hafði verið illilega leikið á mig því þessi tannbursti var alls ekki eins góður og minn. Það liðu nokkrir dagar áður en ég heyrði næst í tengdamóður minni og nefndi ég þá tannburstasvikin. Hún hafði þá ekkert tekið eftir því að hún hefði tekið rangan tannbursta og taldi sig hafa tannburstað sig með þeim stolna heima hjá okkur líka! Núna eigum við bara góða gestatannbursta svo sagan endurtaki sig ekki :) Við fórum til Uppsala á laugardaginn og við fórum líka seinustu helgi. Í bæði skiptin leigðum við okkur bíl og Aujan mín keyrði eins og herforingi. Seinustu helgi átti Sólveig Birta eins árs afmæli og á laugardaginn héldu Karvel og Arna upp á þrítugsafmælin sín. Í gærmorgun gerðist afar sorglegur atburður, Aujan mín yfirgaf okkur og kemur ekki fyrr en eftir 2,5 viku aftur. Auður fór á kristalstrúktúrkúrs í Cold Spring Harbor rétt hjá New York. Anna Eir kvaddi mömmu sína eins og að hún væri að skreppa út, fattar auðvitað ekki að hún sér ekki mömmu í marga, marga daga. En við getum kannski spjallað saman á Skype ef Auður kemst í nettengingu með nýja laptoppinn sinn. |