Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, nóvember 19, 2007
 
thetta skrifadi emelia duglega a föstudaginn:

Sæl öll sömul.
Ég skil vel að fólk hafi áhyggjur af okkur en allt er í lagi. Bloggleysið er ekki vegna þess að eitthvað hefur komið upp á hjá okkur fyrir utan það að Explorer 7 hætti allt í einu að virka heima hjá okkur og erum við því með Explorer 6 núna sem neitar að leyfa okkur að blogga. Þetta er sem sagt allt saman Microsoft að kenna að við höfum ekki bloggaði í mánuð því við erum löngu hættar að blogga í vinnunni. Ég veit að þessi afsökun er hrikalega léleg en kannski kaupa hana einhverjir.
Hvað hefur nú gerst seinasta mánuð. Jú, við Anna Eir vorum einar heima í tvær og hálfa viku meðan Auður var á kúrsinum í Bandaríkjunum. Það gékk ótrúlega vel hjá okkur, elduðum góðan mat næstum daglega og borðuðum mikinn fisk. Mamma og pabbi voru hjá okkur í fjóra daga, pössuðu Önnu Eir einn dag meðan ég var í vinnunni og gékk allt glymrandi vel. Það létti aðeins á einverunni að vera með gesti. Annars hringdumst við Auður mikið á og var símreikningurinn eftir því.
Anna Eir fékk augnsýkingu í seinustu viku og var Auður heima með hana í 3 daga. Svo fékk hún hita á miðvikudaginn, líklega vegna þess að hún var bólusett í seinustu viku, og var Auður heima í gær og ég í dag. Það er soldið meira umstang að eiga barn en mig hefði grunað en ef engin veikindi eru í gangi þá er þetta lífið tiltölulega einfalt.
Anna Eir grætur enn á hverjum morgni þegar við förum með hana á leikskólann og yfirleitt þegar við náum í hana :) Hún er farin að tala mikið og soltla sænsku: “här borta” (hérna), “där borta” (þarna), “titta” (sjá eða sjáðu), og svo syngur hún oft “Anna är här, pingu är här, mamma är här” og bætir við hinum og þessum inn í lagið eftir þörfum.

Thad eru komnar nyjar myndir a myndahornid