Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
þriðjudagur, desember 11, 2007
Þá er það desemberfærslan. Við ætlum að kaupa okkur tölvu í janúar svo við getum bloggað heima, það gengur ekki að geta ekki sagt ykkur frá því sem gerist hjá okkur. Heitustu fréttirnar eru þær að Aujan mín stóðst munnlega lífefnaprófið sitt í morgun, að sjálfsögðu. Hún er búin að vera að læra fyrir það í 4 vikur enda er þetta ábyggilega stærsta próf sem hún hefur nokkurn tímann tekið og stóð það yfir í 3 tíma. Við ætlum því að fara í bíó í kvöld á "The golden compass" og erum búnar að fá Maarja til að passa Önnu Eir. Anna Eir er hætt að gráta þegar við skiljum hana eftir á leikskólanumhætti, hætti fyrir 2 vikum. Hún er orðin soldið dugleg að tala sænsku og enn duglegri að tala íslensku, koma stöðugt ný orð hjá henni og erum við alltaf jafn hissa. Buxnaslys eru nánast útdauð og förum við meira að segja með koppinn í bæinn til að pissa í á almenningsklósettum. Á laugardagsmorgun komu nágrannastrákarnir, Oskar og Alton, til okkar og bjuggu til piparkökur. Og á sunnudeginum fórum við Anna Eir í bæinn að versla og skruppum stutt að föndra hjá Íslendingafélaginu. Ætla alltaf að setja inn áætlun jólanna okkar hérna inn. Get allavega sagt ykkur að við Anna Eir komum næsta sunnudag, 16. des.. Mamma og pabbi munu sækja okkur á flugvöllinn og fara með okkur upp í Vorsabæ en þar ætlum við Anna Eir að gista tvær nætur. Svo förum við á Selfoss 18. des og gistum eina nótt á Grænó og förum til Reykjavíkur miðvikudaginn 19. des til að hitta Aujuna okkar sem kemur þann dag frá Stokkhólmi. Við munum gista hjá Magga og Heiðrúnu 19. des til ca. 29. des, svo verðum við hjá mömmu og pabba til ca. 5. jan og restina hjá Önnu Kristínu og Þorvarði en við förum til Svíþjóðar 8. jan.. |