Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, maí 28, 2008
 
Aujan mín fór til Króatíu í morgun til að vera viðstödd ráðstefnu síðar í vikunni. Við Anna Eir förum síðan til hennar á laugardaginn og verðum allar saman í viku.

Fullt af nýjum myndum komnar:
Apríl
Maí


miðvikudagur, maí 14, 2008
 
Það er alveg magnað hversu vel umferðin gengur hérna. Ég hef ekki séð eitt einasta slys og það er þrátt fyrir að kanarnir keyri hratt, oft í rassgatinu á næsta bíl og gefa ekki stefnuljós. Einnig virðast þeir meira afslappaðir en Íslendingar á flautunni og að spenna beltið er þeim óviðkomandi hugtak.

Þegar ég flaug hingað gleymdi ég að setja naglaklippurnar mínur niður í tösku og var örlítið hissa þegar mér var hleypt með þær í gegnum öryggishliðin í Stokkhólmi og París. Ég hélt að öryggið væri orðið svo gríðarlegt að maður mætti ekki fara með neitt oddhvasst í flugvélarnar. Reyndar er nú margt fleira verra en þessar litlu naglaklippur, margir ferðast með penna og svo er hægt að kaupa allan andskotann á sjálfum flugvöllunum. Einnig fengum við stálhnífapör í flugvélinni, ég hefði getað sagað einhvern á háls með þeim en ætli viðkomandi hefði ekki verið búinn að buga mig áður en hann dræpist.

Ég er sko búin að vera dugleg að versla hérna. Föt og skór eru ódýrari hérna og svo er gríðarlegt úrval af öllu (samt engir Incredible bolir fáanlegir!). Ekki skemmdi fyrir að ég var að versla nánast frítt (fer eftir hugsunarhætti) því á föstudaginn uppgötvaði ég að summan á bandaríska reikningnum mínum (sem ég stofnaði seinasta sumar) hafði aukist um 515 dollara. Bandarísku skattayfirvöldin hafa greinilega samþykkt skattaskýrsluna mína sem ég sendi inn fyrir mánuði. Mér finnst ég alveg ofsalega fullorðin að hafa fyllt í bandaríska skattaskýrslu. Frímerkin á það umslag fóru ekki í súginn.
Ég held þó að ég falli ekki inn í hóp vinnandi fólks í bandaríkjunum sem fær fær gefins 600 dollara frá yfirvöldum á næstunni til að reyna að bæta fjárhagsstöðu landsins.

Fékk þennan link frá Örnu áðan þar sem bent er á að bannað sé að stríða rauðhærðum vegna háralitarins. Ég ætla bara að vara ykkur öll við að ef einhver ykkar mun stríða Önnu Eir útaf háralitnum þá er sko mér að mæta!!


sunnudagur, maí 11, 2008
 
Ég mæti snemma á labbið hérna í Philly, vakna milli 5:30 og 6 og fer heim milli 18 og 19. Alvöru vinnutími. Ég er því alveg sæmilega þreytt þegar ég kem á hótelið og hef þ.a.l. ekki opnað Neurochemistry bókina sem ég dröslaði yfir hafið, en ég þarf að fara í stórt próf úr henni síðar á árinu.
Ég var því örlítið fegin að vita að strákarnir sem ég er að hjálpa á labinu ætluðu ekki að vera í vinnunni um helgina. Ég mælti mér því mót við Kristínu Ingvars (var með Auði á ári í Háskóla Íslands fyrir mörgum, mörgum árum :)) og Angel manninn hennar. Angel byrjaði á því að gera handa okkur steiksamloku og svo keyrðum við til Atlantic City. Angel fór svo með okkur inn á Ceasars spilavítið (þið hafið örugglega oft séð það í bíómyndum) og leyfði mér að kasta teningunum fyrir sig. Shit hvað þetta var óhemju stórt spilavíti, þetta lítur ekki einu sinni svona stórt út í sjónvarpinu. Fyrst hélt ég að það væru svona margir speglar út um allt en svo áttaði ég mig á því að þetta voru í raun margar raðir af spilaborðum og spilakössum, alveg ótrúlegt. Og auðvitað var allt pakkað af fólki. Afar athyglisvert. Við Kristín skildum svo við Angel og fórum að versla. Ég held að ég sé að komast að verslunarmarkinu, ég nenni alls ekki að versla meira en það er fleira á listanum mínum, svo ég held að ég muni versla smá á morgun en svo ekki meir.

Í nótt vaknaði ég kl. 3:30 til að hringja heim í stelpurnar mínar og mömmu og pabba. Allir voru komnir út að leika sér í sandkassanum og voru dregnir inn til að tala við mig. Önnu Eir var meira að segja mútað með lakkrís en samt entist hún ekki nema örfáar sekúndur.

That’s all for today, folks.


fimmtudagur, maí 08, 2008
 
Ég vaknaði í nótt kl. 2 til að hringja í stelpurnar mínar á Skype áður en þær færu í skólann. Þá var klukkan 8 hjá þeim. Þetta var algjörlega þess virði. Skrýtið hvað mér finnst Anna Eir vera orðin stór þegar ég sé hana á Skype eða tala við hana í síma og það eru bara 6 dagar síðan ég sá hana heima í Stokkhólmi.

Ohh, enn einu sinni verð ég fyrir barðinu á gleymskunni í mér. Ég veit að ég er oft búin að lýsa klósettunum hérna í háskólanum í Philadelphia fyrir ykkur, ég hugsaði ekki út í það áður en ég ákvað að vera hérna í 2 vikur. Ég hef engan áhuga á að heyra aðra konu pissa, kúka eða prumpa á básnum við hliðina, og minni áhuga á að þær heyri mig gera það sama. Ég held að bandaríkamenn ættu að breyta stjórnarskárpartinum sínum með almenna byssuleyfið í almennan klósettfrið, ég er viss um að þá ríkti mun meiri friður í bandaríkjunum. Kannski er þeirra vandamál að það er stöðugt ristilsafurð sem þrýstir á þá á innanverðu og ég veit sjálf hversu upptjúnaður maður getur þá orðið.

Það væsir ekki um stelpurnar mínar meðan ég er í burtu, þær skemmta sér vel saman tvær og á morgun fá þær heimsókn; mamma verður hjá þeim fram á mánudag og pabbi fram á fimmtudag.

Við fengum tvær heimsóknir um daginn. Mummi var hjá okkur í 5 sólskinsdaga. Við fórum í eina siglingu um skerjafjörðinn, hann og Auður fóru einu sinni út að skemmta sér en annars hengum við bara heima og spjölluðum. Anna Eir var þvílíkt hrifin af Mumma, vakti hann á morgnana og kom með fullt af dóti úr herberginu sínu yfir til hans til að sína honum. Anna Eir komst fljótt að því að Mummi er rosalega góður að lita í litabækur og lét hún hann lita marga morgna.
Daginn sem Mummi fór komu afi Maggi, amma Heiðrún og langamma Hrefna síðan í 5 daga heimsókn til Önnu Eirar og okkar. Þar sem skerjafjörðurinn í Stokkhólmi er afskaplega fallegur þá tókum við þau öll í sömu siglingu og Mumma. Anna Eir var voðalega hrifin af ömmum sínum og afa en afi fékk samt ekki að halda á henni úti, þessi börn.

Stay tuned, kem með fleiri fréttir úr Philly.


þriðjudagur, maí 06, 2008
 
Ó mæ god, hvað sumt fólk getur verið upptekið af sjálfu sér. Þið haldið auðvitað að ég ætli að segja ykkur sögu af einhverjum undarlegum Ameríkana, sem væri ekkert svo far out þar sem þeir eru bráðskondnir. Nei, ég á við sjálfa mig. Ég keypti mér nefnilega sólgleraugu á sunnudaginn. Ég hef verið með leyndan sólgleraugnafedisma í svona 20 ár, keypti mér einstaka sinnum sólgleraugu þegar ég var yngri en hafði svo vit á því að hætta því þar sem ég nennti aldrei að vera með þau því ég þurfti ekkert á þeim að halda. Ég veit ekki hvort að sólin sé orðin sterkari eða að augun í mér sú næmari með aldrinum, allavega þarf ég orðið að píra augun í sólskininu og nýt þess því ekki eins mikið að vera úti. Ég keypti mér því sólgleraugu sem mér finnst ég svo ofboðslega kúl með að ég á erfitt með gang. Ég þarf nefnilega að skoða mína eigin spegilmynd í öllu; speglum, bílrúðum, búðargluggum, just name it.

Ég hringdi í Aujuna mína og Önnu Eir áðan. Auður var öllu duglegri við að halda uppi samræðum. Anna Eir svaraði samt mjög samviskulega spurningunum mínum og bætti örlitlu við sjálf. Það er svo gaman að tala við hana orðið í síma því hún svarar manni, stundum kinkar hún bara kolli :) Svo er yndislegt að hlusta á hana syngja í bakgrunninum, það hljómar eins og lítil strumpa- eða gismorödd, alveg sætast í heimi.

Já, og Byddí og Nonni eignuðust voðalega fallega stelpu 23. apríl og heitir hún Heiðrún Lóa. Ég setti link á Heiðrúnu Lóu hérna til vinstri. Innilega til hamingju með snúlluna.


mánudagur, maí 05, 2008
 
“She´s just a middle-class, suburbian housewife. Who does she think she is?”, heyrði ég flugfreyjurnar segja þegar ég steig inn í lyftuna á hótelinu í gær. Fyrir þau ykkar sem grunuðu að flugfreyjur gætu átt það til að vera örlítið snobbaðar, þá er sá grunur staðfestur hér með.

Já, ég er sem sagt aftur í Philadelphia. Dvölin er heldur styttri í þetta sinn, bara 2 vikur og án stelpnanna minna. Ég sakna þeirra auðvitað ofsalega mikið, en þetta er eiginlega of gott tækifæri fyrir mig til að sleppa því. Ég fékk tækifæri til að koma hingað til sama prófessors (Jim Eberwine´s) og prófa nokkrar molecular biology aðferðir, bara svona venjulegar aðferðir á frumulabbi en algjörlega nýjar fyrir mér. Jim er hins vegar þeim eiginleikum gæddur að vera með ótrúlegan sannfæringarkraft og gríðarlega margar sniðugar hugmyndir. Hann nær því að fá peninga úr hinum og þessum sjóðum til að prófa sínar gölnu hugmyndir og hann er oft með aðgang að einstökum tækjum. Hann keypti um daginn t.d. confocal microscopy sem er ein þriggja sinnar tegundar í heiminum og kostaði litla 750 000 dollara :) Efnin sem hann notar eru líka oft rándýr og mun betri en á mörgum öðrum löbbum, sem geftur oft mun betri niðurstöður.

Ég er með eldgamla fartölvu frá prófessornum mínum og neyddist ég til að kaupa kort í hana áðan til að geta notað þráðlausa netið hérna á hótelinu. Þetta er allt annað líf, sit bara hérna í rúminu og sörfa, í staðinn fyrir að þurfa að sitja niðri í lobbíi.

Ég verslaði frá mér allt vit í gær. Ég hefði reyndar verslað aðeins lengur ef ég hefði átt einhvern pening inni á kortinu mínu. Ég neyðist því til að fara síðar og klára verslunarferðina. Ég held að ég muni ekki stíga inn í verslun síðan næstu 2 mánuði. Maður fær hins vegar hálfgert kast í búðunum hérna, margt er svo mun ódýrara að það er ekki hægt að sleppa því.

Meira update síðar.