Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
miðvikudagur, maí 14, 2008
Það er alveg magnað hversu vel umferðin gengur hérna. Ég hef ekki séð eitt einasta slys og það er þrátt fyrir að kanarnir keyri hratt, oft í rassgatinu á næsta bíl og gefa ekki stefnuljós. Einnig virðast þeir meira afslappaðir en Íslendingar á flautunni og að spenna beltið er þeim óviðkomandi hugtak. Þegar ég flaug hingað gleymdi ég að setja naglaklippurnar mínur niður í tösku og var örlítið hissa þegar mér var hleypt með þær í gegnum öryggishliðin í Stokkhólmi og París. Ég hélt að öryggið væri orðið svo gríðarlegt að maður mætti ekki fara með neitt oddhvasst í flugvélarnar. Reyndar er nú margt fleira verra en þessar litlu naglaklippur, margir ferðast með penna og svo er hægt að kaupa allan andskotann á sjálfum flugvöllunum. Einnig fengum við stálhnífapör í flugvélinni, ég hefði getað sagað einhvern á háls með þeim en ætli viðkomandi hefði ekki verið búinn að buga mig áður en hann dræpist. Ég er sko búin að vera dugleg að versla hérna. Föt og skór eru ódýrari hérna og svo er gríðarlegt úrval af öllu (samt engir Incredible bolir fáanlegir!). Ekki skemmdi fyrir að ég var að versla nánast frítt (fer eftir hugsunarhætti) því á föstudaginn uppgötvaði ég að summan á bandaríska reikningnum mínum (sem ég stofnaði seinasta sumar) hafði aukist um 515 dollara. Bandarísku skattayfirvöldin hafa greinilega samþykkt skattaskýrsluna mína sem ég sendi inn fyrir mánuði. Mér finnst ég alveg ofsalega fullorðin að hafa fyllt í bandaríska skattaskýrslu. Frímerkin á það umslag fóru ekki í súginn. Ég held þó að ég falli ekki inn í hóp vinnandi fólks í bandaríkjunum sem fær fær gefins 600 dollara frá yfirvöldum á næstunni til að reyna að bæta fjárhagsstöðu landsins. Fékk þennan link frá Örnu áðan þar sem bent er á að bannað sé að stríða rauðhærðum vegna háralitarins. Ég ætla bara að vara ykkur öll við að ef einhver ykkar mun stríða Önnu Eir útaf háralitnum þá er sko mér að mæta!! |