Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, maí 08, 2008
 
Ég vaknaði í nótt kl. 2 til að hringja í stelpurnar mínar á Skype áður en þær færu í skólann. Þá var klukkan 8 hjá þeim. Þetta var algjörlega þess virði. Skrýtið hvað mér finnst Anna Eir vera orðin stór þegar ég sé hana á Skype eða tala við hana í síma og það eru bara 6 dagar síðan ég sá hana heima í Stokkhólmi.

Ohh, enn einu sinni verð ég fyrir barðinu á gleymskunni í mér. Ég veit að ég er oft búin að lýsa klósettunum hérna í háskólanum í Philadelphia fyrir ykkur, ég hugsaði ekki út í það áður en ég ákvað að vera hérna í 2 vikur. Ég hef engan áhuga á að heyra aðra konu pissa, kúka eða prumpa á básnum við hliðina, og minni áhuga á að þær heyri mig gera það sama. Ég held að bandaríkamenn ættu að breyta stjórnarskárpartinum sínum með almenna byssuleyfið í almennan klósettfrið, ég er viss um að þá ríkti mun meiri friður í bandaríkjunum. Kannski er þeirra vandamál að það er stöðugt ristilsafurð sem þrýstir á þá á innanverðu og ég veit sjálf hversu upptjúnaður maður getur þá orðið.

Það væsir ekki um stelpurnar mínar meðan ég er í burtu, þær skemmta sér vel saman tvær og á morgun fá þær heimsókn; mamma verður hjá þeim fram á mánudag og pabbi fram á fimmtudag.

Við fengum tvær heimsóknir um daginn. Mummi var hjá okkur í 5 sólskinsdaga. Við fórum í eina siglingu um skerjafjörðinn, hann og Auður fóru einu sinni út að skemmta sér en annars hengum við bara heima og spjölluðum. Anna Eir var þvílíkt hrifin af Mumma, vakti hann á morgnana og kom með fullt af dóti úr herberginu sínu yfir til hans til að sína honum. Anna Eir komst fljótt að því að Mummi er rosalega góður að lita í litabækur og lét hún hann lita marga morgna.
Daginn sem Mummi fór komu afi Maggi, amma Heiðrún og langamma Hrefna síðan í 5 daga heimsókn til Önnu Eirar og okkar. Þar sem skerjafjörðurinn í Stokkhólmi er afskaplega fallegur þá tókum við þau öll í sömu siglingu og Mumma. Anna Eir var voðalega hrifin af ömmum sínum og afa en afi fékk samt ekki að halda á henni úti, þessi börn.

Stay tuned, kem með fleiri fréttir úr Philly.