Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
þriðjudagur, maí 06, 2008
Ó mæ god, hvað sumt fólk getur verið upptekið af sjálfu sér. Þið haldið auðvitað að ég ætli að segja ykkur sögu af einhverjum undarlegum Ameríkana, sem væri ekkert svo far out þar sem þeir eru bráðskondnir. Nei, ég á við sjálfa mig. Ég keypti mér nefnilega sólgleraugu á sunnudaginn. Ég hef verið með leyndan sólgleraugnafedisma í svona 20 ár, keypti mér einstaka sinnum sólgleraugu þegar ég var yngri en hafði svo vit á því að hætta því þar sem ég nennti aldrei að vera með þau því ég þurfti ekkert á þeim að halda. Ég veit ekki hvort að sólin sé orðin sterkari eða að augun í mér sú næmari með aldrinum, allavega þarf ég orðið að píra augun í sólskininu og nýt þess því ekki eins mikið að vera úti. Ég keypti mér því sólgleraugu sem mér finnst ég svo ofboðslega kúl með að ég á erfitt með gang. Ég þarf nefnilega að skoða mína eigin spegilmynd í öllu; speglum, bílrúðum, búðargluggum, just name it. Ég hringdi í Aujuna mína og Önnu Eir áðan. Auður var öllu duglegri við að halda uppi samræðum. Anna Eir svaraði samt mjög samviskulega spurningunum mínum og bætti örlitlu við sjálf. Það er svo gaman að tala við hana orðið í síma því hún svarar manni, stundum kinkar hún bara kolli :) Svo er yndislegt að hlusta á hana syngja í bakgrunninum, það hljómar eins og lítil strumpa- eða gismorödd, alveg sætast í heimi. Já, og Byddí og Nonni eignuðust voðalega fallega stelpu 23. apríl og heitir hún Heiðrún Lóa. Ég setti link á Heiðrúnu Lóu hérna til vinstri. Innilega til hamingju með snúlluna. |