Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, júní 12, 2008
 
Get ready, við komum til Íslands 17. júní og förum til baka til Sverige 4. júlí. Við höfum ákveðið að ferðast aðeins á þjóðhátíðardögum héðan í frá.

Munið íslenska gsm númerið okkar: 6638632
Hringið endilega í okkur.

Komnar nokkrar nýjar myndir hérna. Láttu okkur vita í kommentakerfinu hver er með ljótustu grettuna.


sunnudagur, júní 08, 2008
 
Hérna koma seinustu myndirnar úr Króatíuferðinni.
Við gistum allan tímann í 50 þúsund manna bænum Dubrovnik í Króatíu en Auður var á ráðstefnu fram á þriðjudag í pinku litlum bæ, Cavtat. Íbúðin okkar var rosalega fín enda húsið byggt fyrir 6 árum. Við vorum staðsettar á litlum tanga sem við náðum að ganga hringinn í kringum, alls staðar var ströndin ofsalega falleg og vatnið ótrúlega tært. Við nutum þess að vera í fríi og borðuðum nánast alltaf úti í hádegis- og kvöldmat. Þess á milli fórum við á ströndina að leika okkur, leituðum að fallegum steinum (aðal áhugamál Önnu Eirar) og syntum smá. Sjórinn var í það kaldasta fyrir okkur Auði en við létum okkur hafa það að kafa nokkrar mínútur og skoða fiskana í höfninni (það var mikið líf þarna). Einnig skoðuðum við gamla bæinn og hlupum á eftir dúfunum á ráðhústorginu.
Ég held að Anna Eir hafi fílað það í tætlur að vera í Dubrovnik, hitinn var ekki óbærilegur og hún fékk ís á hverjum degi.


laugardagur, júní 07, 2008
 
Jæja þá erum við komnar frá króatíu. Við höfðum það rosa fínt, hér eru nokkrar myndir. Fleiri síðar.