Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
sunnudagur, júní 08, 2008
Hérna koma seinustu myndirnar úr Króatíuferðinni. Við gistum allan tímann í 50 þúsund manna bænum Dubrovnik í Króatíu en Auður var á ráðstefnu fram á þriðjudag í pinku litlum bæ, Cavtat. Íbúðin okkar var rosalega fín enda húsið byggt fyrir 6 árum. Við vorum staðsettar á litlum tanga sem við náðum að ganga hringinn í kringum, alls staðar var ströndin ofsalega falleg og vatnið ótrúlega tært. Við nutum þess að vera í fríi og borðuðum nánast alltaf úti í hádegis- og kvöldmat. Þess á milli fórum við á ströndina að leika okkur, leituðum að fallegum steinum (aðal áhugamál Önnu Eirar) og syntum smá. Sjórinn var í það kaldasta fyrir okkur Auði en við létum okkur hafa það að kafa nokkrar mínútur og skoða fiskana í höfninni (það var mikið líf þarna). Einnig skoðuðum við gamla bæinn og hlupum á eftir dúfunum á ráðhústorginu. Ég held að Anna Eir hafi fílað það í tætlur að vera í Dubrovnik, hitinn var ekki óbærilegur og hún fékk ís á hverjum degi. |