Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, september 23, 2008
 
Um helgina hittum við Valda (móðurbróður minn) og Anne (konuna hans) niðri í bæ. Þetta var engin tilviljun, Valdi hringdi í mig og sagðist vera í Stokkhólmsferð með vinum sínum en Valdi og Anne búa norðarlega í Noregi. Við ákváðum því að hitta þau þó stutt hefði verið og var þetta í fyrsta sinn sem Anna Eir sá þau. Henni leist ekkert á þennan frænda sinn en var orðin sæmilega kumpánleg við Anne eftir rúman klukkutíma :)

Á morgun förum við í sónar en þá er ungi litli 20,5 vikna. Það er því um að gera að skrifa í kommentakerfið hvers kyns þið teljið að ungi litli sé áður en þið fáið að vita það. Það er aldrei að vita nema við látum unga litla heita eftir þér ef þú hefur rétt fyrir þér ;)


föstudagur, september 19, 2008
 
Fyrir viku fórum við Auður í útskriftarveislu hjá Lola, vinkonu Auðar úr vinnunni. Það var reglulega gaman að fara eitthvert saman og vorum við meira að segja alveg þokkalegir stuðboltar, fórum ekki fyrr en um 1 leytið enda vorum við með barnapíur. Maarja (vinnufélagi minn) og Farid (kærastinn hennar) sáu um Önnu Eir. Fyrst var Anna Eir smá smeyk við Farid í fyrstu, hann neyddist til að sitja lengst frá henni við matarborðið, en þau fóru fljótt að leika sér saman eftir að við yfirgáfum svæðið. Því miður eru Maarja og Farid búin að kaupa sér íbúð og flytja úr hverfinu okkar í lok október, þvílík eigingirni :) Hvað gerum við þá, Maarja er búin að vera áreiðanlegasta barnapían okkar.
Þegar Anna Eir vaknaði á laugardeginum, þá sagðist hún ætla að fara að leika við Maarja og Farid, og á sunnudeginum var hún búin að semja lag um þau. Það hlýtur því að hafa verið mjög gaman hjá þeim.

Á mánudaginn átti Aujan mín afmæli, varð 31 árs. Við gerðum ekkert sérstakt þann dag, Anna Eir var með hita svo við tvær hengum heima. Þegar hún var vakandi grét hún af kvölum þar til paracetamolið kikkaði inn. Auður var búin að taka forskot á sæluna daginn áður, opnaði alla pakkana. Anna Eir gaf henni Sushi kit (Sigga, þú verður að koma í heimsókn), ég gaf henni flíspeysu og svo gáfum við henni Sushi bók saman.

Ungi litli stækkar og stækkar og er orðinn mjög duglegur að hreyfa sig. Auður er löngu farin að finna fyrir spörkunum og við sáum þau meira að segja í vikunni.

Snævar og Sigrún eignuðust rosa sætan strák, hann Sindra Gústaf, 27. ágúst og ætlum við að fara að skoða hann eftir 3 vikur.

Búin að setja inn fleiri óléttumyndir og myndir af Önnu Eir.


miðvikudagur, september 03, 2008
 
Anna Eir er stundum í ímyndunarleik. Eldar stundum mat handa okkur og setur á disk, eða býður okkur upp á kaffi og kökur, eða lætur okkur hafa stein, sem á að vera pez, að borða. Í gær hélt hún á loki af safafernu og sýndi okkur til skiptis (ímyndaða) ánamaðkinn sem var þar í. Fyrst hún er svona góð að ímynda sér þá fór ég að segja eitthvað undarlegt við hana: "Sko ánamaðkurinn er að blása sápukúlur" og hún samsinnti því. Svo spurði ég hana: "Af hverju er hann grænn?" Hún leit ofaní lokið, svo á mig og sagði alvarlega: "Hann er ekki grænn. Hann er blár og gulur."
Algjör snillingur þetta barn.

Pingu týndist í seinustu viku. Anna Eir fór í skógarferð með leikskólanum og varð Pingu einhvers staðar eftir, greyið. Við erum búnar að fara tvistar og leita og leikskólinn fór einu sinni en ekkert bólar á Pingu. Og ég sem hélt að Pingu væri ódauðlegur, hann hefur farið með okkur í flestar utanlandsferðir og var einn af fjölskyldunni. Anna Eir tekur þessu samt bara vel enda á hún sko heilan helling af tuskudýrum.

Í seinustu viku opnuðum við Anna Eir baukinn hennar í fyrsta skiptið, hann var vel fullur og innihélt rúmlega 1000 sænskar krónur. Hún fékk því að kaupa sér eitthvað fyrir 300 kr fyrir að hafa verið svona dugleg að safna og afgangurinn fór inn á banka. Fyrir peninginn (mikið klink í poka) var hægt að kaupa sér Pippi bakpoka, plastdýr og hring.

Hér getið þið séð bumbumynd og hér myndir af prinsessunni okkar.