Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
laugardagur, janúar 12, 2008
fimmtudagur, janúar 10, 2008
Jibbí, ég get bloggað heima! Þessi frábæra ferðatölva sem ég fékk í afmælisgjöf er bara betri en heimilistölvan okkar, að minnsta kosti fæ ég að blogga á henni. Við erum semsagt komnar heim eftir yndislega ferð til íslands. Við gerðum þetta venjulega, átum og átum og átum, heimsóttum fólk og höfðum það æðislega gott. Takk allir fyrr að taka svona vel á móti okkur eins og alltaf. Aumingja Anna Eir náði sér í kvef á íslandi og hún hefur enn ekki farið á leikskólann sinn. Við höfum verið tvær heima og slappað af. Við erum búnar að taka upp úr öllum töskunum og skoða fínu jólagjafirnar okkar. Flugið gekk vel þó Anna hafi verið veik því hún svaf mestallan tímann. Töskurnar voru 80kg, nákvæmlega eins og við máttum taka með okkur og samt var ein taska eftir á íslandi! Til að koma öllu þessu dóti á flugvöllinn þurfti tvo bíla. Sem betur fer var Þorvarður á leiðinni til london og við gátum nýtt hann og sluppum við að taka rútuna. Þorvarður gat síðan fylgt okkur að hliðinu. Við tókum síðan leigubíl frá Arlanda flugvellinum hér, vorum svo heppnar að ná einum sem var með barnabílstól og var risastór svo við komum öllu dótinu fyrir. Ætla að reyna að setja inn einhverjar myndir seinna í dag. |