Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
 
Okkur var að berast bréf þess efnis að við værum orðnar sænskir ríkisborgarar, frá og með 6. febrúar 2008.
Ég býst við að við verðum núna að hætta að tala svona illa um okkur Svía :)


sunnudagur, febrúar 24, 2008
 
Auður og Anna Eir voru meira og minna veikar heima í janúar en allir eru frískir þessa stundina.
Við fórum í afmæli hjá Arnari Smára seinustu helgi, hann varð þriggja ára

Við keyptum okkur nýja tölvu í vikunni, Inspiron 530 frá Dell, og fáum hana eftir 2 vikur. Það verður þvílíkur munur að vera með flatan skjá. Ókosturinn verður þó að við munum ekki geta falið eins mikið drasl bak við skjáinn. Núverandi tölvuna okkar keyptum við fyrir 5 og hálfu ári. Hún var langt yfir meðallagi þá og er enn þokkalega góð. Við erum hins vegar orðnar svo góðar með okkur að hraði þessarar tölvu er fyrir neðan okkar virðingu.

Í vikunni hjálpaði Anna Eir mér að elda. Fékk að setja pipar á steik hjá mér og átti svo að setja lokið á piparinn. Ég var auðvitað önnum kafin með þrjá potta á eldavélinni og var ekkert að fylgjast með henni. Allt í einu kom hún til mín með opinn munninn og benti upp í hann. Ég sá þá að hún var með fullt af svörtum kornum í munninum og fattaði að hún hefði fengið sér aðeins að smakka á piparnum. Það tók ábyggilega 10 mínútur þar til hún hætti að kvarta yfir því að það væri "lunt" (vont) í munninum :) Hún hefur vonandi lært eitthvað af þessu.