Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
laugardagur, mars 29, 2008
Mér leist nú ekki á páskamatinn sem Aujan mín var búin að steikja handa okkur seinasta sunnudag. Auður hafði náð í pönnu með loki á úr skápnum og skellt henni beint á heita helluna. Þegar hún ætlaði svo að setja grænmetið út á tók hún eftir því að þar var steikt silfurskotta fyrir. Gildrurnar sem við fengum fyrir tæpum 2 mánuðum virðast sem sagt ekki gera sérstaklega mikið gagn. Við fórum með Önnu Eir í bíó fyrir tveimur vikum. Hún hafði nefnilega farið með mömmu og pabba í bíó um jólin og sat stjörf allan tímann. Við bjuggumst því við að hún hefði álíka ef ekki betri þolinmæði núna. Nei, við þurftum að yfirgefa salinn eftir 1 klst og vorum við Auður þá báðar orðnar töluvert spenntar yfir myndinni. Við Auður erum á leið saman í útskriftarveislu næsta föstudag. Herbergisfélagi minn til 5 ára, Eistinn Mats Hansen, á að verja doktorsritgerðina sína. Um leið og ég er afar ánægð fyrir hans hönd að vera að klára og snúa aftur til Eistlands og ekki síst að losna frá prófessornum okkar (sem getur verið alveg einstaklega leiðinlegur) þá veit ég að það verður ekki alveg eins gaman í vinnunni. Ég verð alls ekki ein í herberginu, ég er með tvo aðra herbergisfélaga en þeir koma ekki í staðinn fyrir Mats. Herbergið okkar er mest alþjóðlega herbergið á stofnununni með einn Eista, einn Kínverja, einn Íslending og einn Svía (eða tvo ef ég tel mig með). Ég er búin að ákveða að nágrannar okkar muni passa Önnu Eir á meðan, ég á bara eftir að spyrja þá. Seinustu helgi skruppum við í Mörby centrum og urðum fyrir því óláni að gleyma koppnum hennar Önnu Eirar fyrir utan matvörubúðina. Að sjálfsögðu hringdi ég þangað til að spyrjast fyrir um koppinn en hann fannst ekki. Við sögðum Önnu Eir að við hefðum gleymt koppnum í búðinni og yrði hún því að pissa og kúka í klósettið framvegis. Hún kinkaði bara kolli og hefur ekkert mótmælt. Ingimundur er búinn að kippa öllu varðandi myndasíðuna okkar í lið, svo núna getið þið skoðað myndir frá janúar, febrúar og mars: Janúar Febrúar Mars þriðjudagur, mars 25, 2008
Ja, vid erum hraedilega latar ad blogga, tho er emelia mun skarri en eg. Paskarnir hja okkur voru afar rolegir, vid gerdum barasta ekki neitt. I svithjod er skirdagur ekki fridagur nema svona naestum thvi og anna eir var halfan daginn i leikskolanum. Lola vinnufelagi minn kom og heimsotti okkur eftir hadegid Önnu Eir til mikillar gledi, thaer eru nefnilega svona bleikir blunduböddis med sjuklegan skoahuga. Anna Eir faer ekki mikid svoleidis fra okkur. Vid hofum horft mikid a Dyrin i halsaskogi um paskana, Anna Eir fekk leiksyninguna sem var sett upp i thjodleikhusinu 2004 a DVD i afmaelisgjof og finnst thad aedi. Mömmur hennar eru afar hrifnar lika og thegar Anna litla bidur um ad fa ad horfa a pingu (maggi mörgaes) eda bubba byggir reyna thaer ad sannfaera hana um ad halsaskogur se miklu skemmtilegri. Annars er veturinn loksins kominn hingad til stokkholms. Sviarnir voru i bolvudum vandraedum thvi i februar hafdi stodlunum fyrir vetur ekki verid nad (7 dagar i rod undir frostmarki eda eitthvad svoleidis)og thvi var i raun enntha haust. Their voru daudhraeddir um ad that kaemi ekkert sumar i ar thvi ef thad er enn ekki kominn vetur, kemur ekkert vor og ef ekkert vor kemur tha er heldur ekkert sumar. Sem betur fer toku vedurgudirnir starf sitt loksins alvarlega og thad hefur verid snjor og kuldi alla paskana, og thvi er formlega kominn vetur. Vorid getur tvi farid ad lata sja sig. sunnudagur, mars 23, 2008
Kæru lesendur, þ.e. þeir fáu sem enn líta inn á síðuna okkar! Við komumst að svo stöddu ekki inn á myndasíðuna okkar og verðum því að bíða aðeins með að sýna ykkur allar æðislegu myndirnar af okkur. Anna Eir hélt upp á afmælið sitt 1. mars og komu fjölmargir í veisluna, m.a. amma Anna og langamma Auður. Það var rosa stuð og góðar kökur en Auður bakaði Barbapabbaköku og ég kleinur sem Anna Eir gat borðað. Anna Eir fékk að vanda ofsalega fínar gjafir. Anna amma og Auður langamma voru hjá okkur í 6 daga og fórum við með þær á glænýjar slóðir. Leigðum bíl og keyrðum til Norrtälje í rigningu. Það á víst að vera mjög fallegt þar en það naut sín ekki beint fyrir súldinni. Sáum minnstu kirkju í Svíþjóð, einungis fáeinir fermetrar, á stærð við svefnherbergið okkar. Drógum þær líka í Kista Gallerian, stærstu Kringlu Svíþjóðar (sem við vorum að koma í í fyrsta skiptið), og svo létum við þær redda sér sjálfar heim með Önnu Eir því við fórum að kaupa nýtt rúm handa henni sem að sjálfsögðu tekur 6 vikur að fá í hús. Sigmar Örn, frændi minn, og Didda eignuðust rosa sæta stelpur fyrir viku. Það er linkur á þau í dálknum til vinstri. Já, og gleðilega páska! |