Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
 
Erum búnar að setja inn fleiri myndir frá Íslandsferðinni, þó er þetta bara lítið brot af þeim myndum sem teknar voru: júní og júlí

Settum líka inn afar merkilegar myndir þar sem glögglega má sjá að von er á alveg sérlega fallegri viðbót við fjölskylduna okkar. Anna Eir kallar viðkomandi "litla bróður" og ætlum við að halda okkur við það þar til annað kemur í ljós eftir mánuð: litli bróðir

Kata, Ari og Ásta Kristín komu í heimsókn til okkar fyrir tæpum 2 vikum og stoppuðu yfir helgi. Það var rosalega gaman að fá þau hingað. Anna Eir og Ásta Kristín náðu mjög vel saman frá fyrstu mínútu. Anna Eir tekur þessu stóru frænku hlutverki mjög hátíðlega og var stöðugt að stjórna Ástu Kristínu ;) Þetta er kannski létt verk núna þegar maður á bara eina litla frænku en von er á fleiri gríslingum á næstunni, svo næsta ár verður strembið hjá Önnu Eir.
Það var mikið spilað (aðallega hinir því ég fór svo snemma að sofa yfirleitt), farið í dýragarðinn og tívolíið.

Haukur litli ætlar svo að koma í heimsókn til okkar á morgun en svo er enginn búinn að tilkynna sig fyrr en á útskriftinni hennar Auðar, 14. nóvember.