Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, september 03, 2008
 
Anna Eir er stundum í ímyndunarleik. Eldar stundum mat handa okkur og setur á disk, eða býður okkur upp á kaffi og kökur, eða lætur okkur hafa stein, sem á að vera pez, að borða. Í gær hélt hún á loki af safafernu og sýndi okkur til skiptis (ímyndaða) ánamaðkinn sem var þar í. Fyrst hún er svona góð að ímynda sér þá fór ég að segja eitthvað undarlegt við hana: "Sko ánamaðkurinn er að blása sápukúlur" og hún samsinnti því. Svo spurði ég hana: "Af hverju er hann grænn?" Hún leit ofaní lokið, svo á mig og sagði alvarlega: "Hann er ekki grænn. Hann er blár og gulur."
Algjör snillingur þetta barn.

Pingu týndist í seinustu viku. Anna Eir fór í skógarferð með leikskólanum og varð Pingu einhvers staðar eftir, greyið. Við erum búnar að fara tvistar og leita og leikskólinn fór einu sinni en ekkert bólar á Pingu. Og ég sem hélt að Pingu væri ódauðlegur, hann hefur farið með okkur í flestar utanlandsferðir og var einn af fjölskyldunni. Anna Eir tekur þessu samt bara vel enda á hún sko heilan helling af tuskudýrum.

Í seinustu viku opnuðum við Anna Eir baukinn hennar í fyrsta skiptið, hann var vel fullur og innihélt rúmlega 1000 sænskar krónur. Hún fékk því að kaupa sér eitthvað fyrir 300 kr fyrir að hafa verið svona dugleg að safna og afgangurinn fór inn á banka. Fyrir peninginn (mikið klink í poka) var hægt að kaupa sér Pippi bakpoka, plastdýr og hring.

Hér getið þið séð bumbumynd og hér myndir af prinsessunni okkar.