Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, september 23, 2008
 
Um helgina hittum við Valda (móðurbróður minn) og Anne (konuna hans) niðri í bæ. Þetta var engin tilviljun, Valdi hringdi í mig og sagðist vera í Stokkhólmsferð með vinum sínum en Valdi og Anne búa norðarlega í Noregi. Við ákváðum því að hitta þau þó stutt hefði verið og var þetta í fyrsta sinn sem Anna Eir sá þau. Henni leist ekkert á þennan frænda sinn en var orðin sæmilega kumpánleg við Anne eftir rúman klukkutíma :)

Á morgun förum við í sónar en þá er ungi litli 20,5 vikna. Það er því um að gera að skrifa í kommentakerfið hvers kyns þið teljið að ungi litli sé áður en þið fáið að vita það. Það er aldrei að vita nema við látum unga litla heita eftir þér ef þú hefur rétt fyrir þér ;)