Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, nóvember 01, 2008
 

Jæja allir, nú ætla ég loksins að blogga smá. Er dauðleið á að lesa fyrir útskriftina. Í nýjustu fréttum er að ég er núna búin að fá ritgerðina mína úr prentun og heppnir lesendur fá kannski glaðning í póstinum á næstunni. Við eigum annars von á nokkrum fjárglæframönnum frá Íslandi sem ætla að koma í útskriftina, voða stuð. Þeim verður hrúgað 7 saman í 17 fm íbúð og látnir þræla á lágmarkstaxta meðan þeir eru hér.

Anna Eir er víst aðalóþekktarormurinn í leikskólanum. Hún er alveg hræðilega stríðin og yrðir ekki á leikskólakennarana nema "Vanessa, panessa" eða "Tulin, Pulin" o.s.frv. nema þá helst með því að kalla þær pönnuköku. Hún og vinur hennar hafa strokið úr gönguferð með leikskólanum, þvegið sér um hárið með uppþvottalegi og kastað húfunum sínum yfir í næsta garð við leikskólann. Þetta er bara það sem leikskólakennararnir segja okkur, á alveg von á að það sé meira.
Í gær var lokað á leikskólanum eftir hádegi og Anna Eir fór með mér í Háskólann til að hitta mann og negla upp ritgerðina mína (hefð sem Marteinn Lúter byrjaði á). Þið getið séð þetta á myndinni. Anna var rosalega stillt og vakti aðdáun nördana sem við hittum með balletsýningu og 50 umferðum af "här kommer pippi långstrup tjulla hej tjulla hej tjulla hoppsasa". Hún ætlar að verða stjarna.